Enski boltinn

Savage: Leikmenn Arsenal eru hræsnarar

Robbie Savage
Robbie Savage NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn harðskeytti Robbie Savage hjá Blackburn hefur nú blandað sér í gamalt orðastríð sem hefur verið í gangi milli Blackburn og Arsenal síðan árið 2005. Savage segir leikmenn Arsenal vera hræsnara eftir að þeir gagnrýndu Blackburn fyrir að vera gróft lið.

Bæði Arsene Wenger og menn eins og Robin Van Persie hafa gagnrýnt lið Blackburn fyrir að vera ruddalegt á síðustu misserum og þetta fór fyrir brjóstið á Savage. "Arsene Wenger er frábær stjóri og Robin Van Persie er hæfileikaríkur leikmaður, en þeir eru ekkert öðruvísi en aðrir í þessari deild þegar kemur að hörku á vellinum. Van Persie réðist á okkur í blöðunum og sagði að við værum grófir, en það er ekki rétt. Þetta er leikur fyrir karlmenn og menn munu berjast og tækla í hverjum leik - þeir hjá Arsenal gera það alveg jafn mikið og aðrir - og því finnast mér þessi orð bera með sér hræsni," sagði Savage.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×