Enski boltinn

Benayoun: Munum pakka í vörn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Benayoun á æfingu ísraelska landsliðsins.
Benayoun á æfingu ísraelska landsliðsins.

Yossi Benayoun, fyrirliði landsliðs Ísraels, segir að honum sé sama þó menn mun gagnrýna leikstíl liðsins gegn Englandi. Liðin munu mætast í undankeppni Evrópumótsins á laugardag og segir Benayoun að ísraelska liðið muni pakka í vörn.

„Mér er alveg sama hvort fólki finnst leikstíll okkar neikvæður eða ekki. Við gerðum markalaust jafntefli við England á heimavelli og það voru frábær úrslit fyrir okkur. Ég er meira en lítið til í að endurtaka leikinn um helgina," sagði Benayoun sem leikur með Liverpool.

„Við erum ekki að fara að mæta til Englands með það markmið að spila skemmtilega og vera lentir þremur mörkum undir eftir tuttugu mínútur. Við verðum að vera vel á tánum í þessum leik, berjast vel og notast við skyndisóknir."

Hann segir að enska landsliðið sé einfaldlega mun betra en það ísraelska og öll önnur úrslit en sigur Englands muni koma á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×