Enski boltinn

Hilario: Ánægður hjá Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hilario.
Hilario.

Það er oft erfið staða að vera varamarkvörður, hvað þá þriðji markvörður. Portúgalski markvörðurinn Hilario er þriðji í goggunarröðinni hjá Chelsea. Þrátt fyrir það er hann mjög ánægður hjá Chelsea og vill vera hjá liðinu sem lengst.

„Mér finnst gaman í London og hér hjá Chelsea. Mér líkar vel við andrúmsloftið, finna fyrir pressunni sem hér er. Þetta er jákvæð press, pressa á að vinna leiki," sagði Hilario en hann fékk óvænt tækifæri hjá Chelsea á síðasta tímabili þegar Petr Cech varð fyrir höfuðmeiðslum.

„Ég er ánægður í London og geri mitt besta á hverri æfingu í þeirri von að fá aftur tækifæri. Mér finnst gaman að vera hluti af þessu liði," sagði Hilario.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×