Enski boltinn

Mascherano: Benitez bjargaði mér

Mascherano hefur byrjað ljómandi vel með Liverpool
Mascherano hefur byrjað ljómandi vel með Liverpool NordicPhotos/GettyImages

Argentínumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool segir að Rafa Benitez knattspyrnustjóri hafi bjargað ferli sínum þegar hann ákvað að kaupa hann til Liverpool. Mascherano fékk lítið að spila þá sex mánuði sem hann var hjá West Ham og segist hafa verið orðinn mjög leiður á lífinu í London.

"Benitez bjargaði mér af því hann hafði trú á mér. Hann kom til mín og sagði mér að ég fengi að spila hjá Liverpool og það var ómetanlegt að heyra þessi orð frá honum. Hann sagði að liðið þyrfti á mér að halda og ég yrði partur af góðu liði. Ég var orðinn mjög leiður á lífinu í London, fékk ekkert að spila og það var erfitt að fara á æfingar á hverjum degi vitandi að ég fengi ekki sæti í liðinu. Það hefur því verið mikill léttir að koma til Liverpool þar sem fólkið tekur vel á móti mér og svo talar þjálfarinn líka spænsku," sagði hinn ungi Mascherano í samtali við The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×