Enski boltinn

Sir Alex: Þolinmæði er dyggð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur biðlað því til leikmanna sinna að sýna þolinmæði. Hann segir að allir muni fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á þessu tímabili þó samkeppnin innan liðsins sé hörð.

„Það er mikl áskorun fyrir mig að velja þá í liðið sem eru að standa sig best. Ef einhverjum finnst ég vera ósanngjarn þá getur sá hinn sami rætt við mig hvenær sem er. Það er frábært að hafa úr svona góðum hópi að velja," sagði Sir Alex.

Manchester United keypti Owen Hargreaves, Nani, Anderson og Carlos Tevez í sumar. En á hinn bóginn voru Alan Smith, Gabriel Heinze, Kieran Richardson og Giuseppe Rossi seldir auk þess sem Ole Gunnar Solskjær lagði skóna á hilluna.

„Þetta er langt tímabil og ég þarf að nota marga leikmenn. Margir spila stórt hlutverk á hverju tímabili þrátt fyrir að vera ekki fastamenn í liðinu," sagði Sir Alex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×