Enski boltinn

Fabregas: Ég neitaði Real Madrid

AFP

Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur undirstrikað það að hann muni ekki fara frá Arsenal til að ganga í raðir Real Madrid. Hann segist hafa fengð tilboð um að fara til spænsku risanna í sumar en fullyrðir að hann sé ánægður hjá enska félaginu.

"Ég ræddi við forráðamenn Real í sumar og þeir virkuðu vel á mig, en ég ákvað að vera áfram hjá Arsenal og stend 100% fast á þeirri ákvörðun. Ég veit ekki hvað verður í framtíðinni en ég er mjög ánægður með þá ákvörðun sem ég tók," sagði Fabregas.

Þessi orð Fabregas staðfesta að Real var greinilega í sambandi við leikmanninn í sumar og af því að dæma er hægt að lesa það út að Arsenal hafi gefið spænska félaginu leyfi til að ræða við hann - en það gerist aðeins eftir að félagið samþykkir kauptilboð í hann. Það hefði því verið forvitnilegt að sjá hvað Arsene Wenger hefði gert ef hann hefði þurft að sjá á eftir Fabregas til Spánar á hæla Thierry Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×