Enski boltinn

Olembe á leið til Wigan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Olembe í leik með landsliði Kamerún.
Olembe í leik með landsliði Kamerún.

Wigan er að fá kamerúnska vinstri bakvörðinn Salomon Olembe. Samningur hans við franska liðið Marseille rann út í júní en þessi 26 ára leikmaður var á sínum tíma hjá Leeds. Hann á um sextíu landsleiki að baki.

Wigan á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum sínum á Olembe en honum er ætlað að fylla skarðið sem myndaðist þegar Leighton Baines var seldur til Everton í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×