Enski boltinn

Aðeins Ofurmennið getur hirt af mér stöðuna

NordicPhotos/GettyImages

Jens Lehmann segist fullviss um að hann sé öruggur með byrjunarliðssæti sitt hjá Arsenal og þýska landsliðinu. Hann hefur tröllatrú á hæfileikum sínum þó hann sé kominn langt á fertugsaldurinn og segir aðeins Ofurmennið geta slegið sig út úr byrjunarliðssætinu.

Lehmann hefur reyndar verið gagnrýndur nokkuð harðlega í sumar eftir að hafa fengið á sig nokkur klaufamörk með Arsenal. Hann ætlar ekki að láta meiðsli stöðva sig í að spila með Þjóðverjum gegn Vales á laugardaginn, en hann hefur reyndar ekki varið mark Arsenal í síðustu leikjum vegna þessa.

"Í mínum huga er ég markvörður númer eitt hjá Arsenal og Þýskalandi og ég legg hart að mér við æfingar á hverjum degi til að sanna það. Ég hef ekki spilað með Arsenal undanfarið en það er bara vegna meiðsla minna. Ef sá sem tekur við mér meðan ég er meiddur spilar eins og Ofurmennið og ver allt sem á markið kemur - mun hann auðvitað fá stöðu mína - en ég er vanur að vinna mér fljótt sæti í liðinu aftur vegna þess stöðugleika sem ég sýni. Arsene Wenger mun leyfa mér að spila aftur og það mun ég gera," sagði Lehmann brattur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×