Enski boltinn

Sol Campbell framlengir við Portsmouth

NordicPhotos/GettyImages
Varnarjaxlinn Sol Campbell skrifaði í dag undir framlengdan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth og er því samningsbundinn til ársins 2009. Gamli samningurinn hans hefði runnið út í lok þessarar leiktíðar. Campbell er 32 ára gamall og gekk í raðir Portsmouth fyrir síðasta tímabil. Hann hefur verið gerður að fyrirliða liðsins og var valinn aftur í enska landsliðið í síðasta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×