Enski boltinn

Sir Alex: Sýnið Anderson þolinmæði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Anderson í leiknum gegn Sunderland.
Anderson í leiknum gegn Sunderland.

Sir Alex Ferguson er sannfærður um að brasilíski leikmaðurinn Anderson muni slá í gegn hjá Manchester United. Þessum unga leikmanni hefur verið líkt við Ronaldinho og lék hann sinn fyrsta mótsleik fyrir United í 1-0 sigurleiknum gegn Sunderland um síðustu helgi.

„Hann þarf sinn tíma. Hann er bara nítján ára gamall en hefur frábæra hæfileika, ég er viss um að hann eigi bjarta framtíð hérna. Hann átti í erfiðleikum gegn Sunderland enda að leika sinn fyrsta leik. Hann á eftir að aðlagast," sagði Ferguson í samtali við heimasíðu Manchester United.

„Það voru leikmenn í þessum leik sem hafa ekkert leikið saman; Anderson, Eagles, Tevez og Nani. Það hefur sín áhrif. Anderson fékk 45 mínútur gegn Sunderland og það er mikilvægt fyrir hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×