Enski boltinn

Hamilton stelur sviðsljósinu af Rooney

Bókaútgefendur vonast til að Lewis Hamilton selji fleiri bækur en Wayne Rooney
Bókaútgefendur vonast til að Lewis Hamilton selji fleiri bækur en Wayne Rooney AFP

Breski bókarisinn Harper Collins ætlar að verja milljónum punda í ökuþórinn Lewis Hamilton í þeirri von að hann bæti upp tap útgáfunnar á fyrstu bókinni um knattspyrnukappann Wayne Rooney sem kom út í fyrra. Aðeins 40,000 eintök seldust af bók Rooney sem kom út eftir HM 2006 í knattspyrnu, sem þótti hneyksli eftir að útgáfan eyddi 5 milljónum punda í að tryggja sér útgáfuréttinn á sögu hans.

Harper Sport hefur nú gert risasamning við hinn unga Hamilton og ætlar ekki að bíða boðanna með að skrifa söguna. Stefnt er að því að fyrsta bókin um Hamilton komi út strax í nóvember, en ef svo fer sem horfir gæti Hamilton orðið fyrsti nýliðinn í Formúlu 1 til að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×