Enski boltinn

Giggs stefnir á ellefu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ryan Giggs. Er númer ellefu og stefnir á ellefu enska meistaratitla.
Ryan Giggs. Er númer ellefu og stefnir á ellefu enska meistaratitla.

Ryan Giggs hefur opinberað að markmið sitt sé að vinna ellefu enska meistaratitla með Manchester United. Þessi töframaður frá Wales hefur alls hampað enska meistaratitlinum níu sinnum sem er oftar en nokkur annar einstaklingur.

„Það væri gott að ná tíu en enn betra að ná ellefu. Ég vil ekki hljóma gráðugur en ellefu er talan sem ég ber á bakinu. Því stefni ég á ellefu titla," sagði Giggs í viðtali við heimasíðu Manchester United.

„Ég hugsa ekki mikið um fyrri afrek mín því ég vill alltaf vinna fleiri verðlaun," sagði Giggs en hann er 33. ára. Þó hann hafi misst mikinn hraða frá fyrri tíð hefur hann bætt það upp með reynslu sinni og leikskilningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×