Enski boltinn

Ég skal segja ykkur hvað áhyggjur eru

Alan Smith er ekki að velta sér upp úr enska landsliðinu þessa dagana
Alan Smith er ekki að velta sér upp úr enska landsliðinu þessa dagana NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið The Sun spurði framherjann Alan Smith hjá Newcastle í gær hvort hann væri ósáttur við að hafa misst stöðu sína í enska landsliðinu í hendur Emile Heskey.

"Hef ég áhyggjur af því að missa sætið í enska landsliðinu? Ég skal segja ykkur hvað áhyggjur eru. Áhyggjur er það að sitja heima í stofu og velta því fyrir sér hvort maður geti yfir höfuð spilað fótbolta aftur eins og ég gerði í meiðslum mínum fyrir ári. Það eru áhyggjur," sagði Smith, sem hefur verið notaður sem miðjumaður hjá Newcastle síðan hann gekk í raðir félagsins frá Manchester United í sumar.

"Ekki misskilja mig - ég vil að sjálfssögðu spila fyrir England - en landsliðsþjálfarinn ræður þar ferðinni. Það er svekkjandi að vera ekki í hópnum en kannski getur sú staðreynd hjálpað mér að komast inn aftur að ég get spilað bæði á miðjunni og í framlínunni. Reyndar spilaði ég aðeins einn leik sem framherji á þessari leiktíð og það var í landsleiknum gegn Þjóðverjum," sagði Smith.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×