Enski boltinn

Shevchenko: Skil ekki af hverju ég fæ ekki að spila

NordicPhotos/GettyImages

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist undrast á því að Jose Mourinho hafi enn ekki leyft honum að spila til þessa á leiktíðinni. Hann segist vera búinn að ná sér eftir að kviðslitsaðgerð sem hann fór í fyrir nokkru og skoraði meira að segja mark í góðgerðaleik í heimalandinu í vikunni.

"Ég veit ekki af hverju Mourinho gefur mér ekki tækifæri - ég skil það ekki. En ég hef ekki sérstakar áhyggjur af því, ég bíð bara eftir mínu tækifæri," sagði framherjinn, sem ekki náði sér á strik með Chelsea í fyrra. Hann skoraði aðeins 14 mörk í 51 leik á síðustu leiktíð, sem verður að teljast frekar lítið fyrir þennan frábæra markaskorara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×