Enski boltinn

Lampard ekki með gegn Ísrael

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frank Lampard er meiddur.
Frank Lampard er meiddur.

Miðjumaðurinn Frank Lampard verður ekki með enska landsliðinu á laugardag þegar það leikur gegn Ísrael á Wembley. Helmingslíkur eru taldar á því að hann verði klár í slaginn fyrir leik gegn Rússlandi fjórum dögum síðar.

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, er þó mjög bjartsýnn á að Steven Gerrard verði orðinn leikfær á laugardag. Þá gátu John Terry og Owen Hargreaves ekki tekið þátt í æfingu í dag en ættu að vera með á æfingu á morgun.

Joleon Lescott, varnarmaður Everton, tók þátt í sinni fyrstu æfingu með enska landsliðinu og þá var sóknarmaðurinn Emile Heskey með í fyrsta sinn í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×