Enski boltinn

Owen þarf að vera í endurhæfingu allan ferilinn

Michael Owen hefur átt mjög erfitt uppdráttar á síðustu árum vegna meiðsla
Michael Owen hefur átt mjög erfitt uppdráttar á síðustu árum vegna meiðsla NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen verði að vera í sérstakri endurhæfingu það sem hann á eftir af ferli sínum sem leikmaður ef hann ætli sér að reyna að sleppa við frekari meiðsli í framtíðinni. Owen hefur farið í fimm aðgerðir á síðustu misserum og hefur enn ekki náð fyrra formi.

"Michael hefur lagt hart að sér við að ná bata, en hann á enn langt í land með að ná fyrri styrk," sagði Allardyce í samtali við breska blaðið Independent. "Hann mun þurfa að vera í sérstakri endurhæfingu það sem hann á eftir af ferlinum - og það fyrir utan hefðbundnar æfingar - því annars mun hann alltaf eiga á hættu að meiðast illa aftur. Hann verður að hugsa mjög vel um sig og ég held líka að hann sé að gera það. Vonandi fáum við svo að njóta ávaxta erfiðis hans í framtíðinni þegar hann verður orðinn fljótari og sneggri á ný," sagði Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×