Enski boltinn

Scholes forðast sviðsljósið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paul Scholes.
Paul Scholes.

Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, hefur forðast sviðsljósið eins og heitan eldinn. Scholes veitir ekki sjónvarpsviðtöl og hefur oft sagt að hann vilji láta verkin tala á vellinum. Þetta hefur Sir Alex Ferguson nýtt sér til að keyra Scholes áfram.

„Scholes er frábær leikmaður og skemmtilegur persónuleiki. Hann hefur aldrei verið í sviðsljósinu því hann hefur aldrei viljað vera í því. Ef hann væri í sviðsljósinu þá væri hann ekki þessi leikmaður sem hann er í dag. Ég er klár á því," sagði Ferguson.

Hann segir ennfremur að hann hafi nýtt sér það að Scholes vill ekki veita sjónvarpsviðtöl. „Ég hef oft sagt við hann að ég muni skipa honum að fara í viðtal við sjónvarpið ef hann sé ekki að standa sig. Það er alltaf jafn fyndið að sjá svipinn á honum þá," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×