Enski boltinn

Ætlar að vera kominn á fullt um jólin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jimmy Bullard sparkar í knöttinn.
Jimmy Bullard sparkar í knöttinn.

Jimmy Bullard, miðjumaður Fulham, stefnir á að vera kominn á fullt skrið í kringum jólin. Þessi 29 ára leikmaður hefur verið frá vegna mjög slæmra hnémeiðsla í eitt ár. Hann er farinn að taka þátt í léttum æfingum.

„Ég gæti byrjað að spila í október en það mun taka sinn tíma að komast í fulla leikæfingu. Ég þarf að æfa mjög vel og spila marga leiki með varaliðinu til að koma mér í leikform," sagði Bullard.

„Hnéð er í fínu lagi og ég er mjög bjartsýnn. Stefnan er sett á að vera orðinn alveg tilbúinn um jólin."

Bullard er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Fulham enda er hann þekktur fyrir skemmtileg uppátæki sín. Hann var keyptur á 2,5 milljónir punda frá Wigan en var búinn að spila örfáa leiki þegar hann meiddist illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×