Enski boltinn

Ferguson vill að Queiroz taki við United

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segist enn ekki vera búinn að gera það upp við sig hvenær hann hættir að þjálfa, en segist lítast vel á aðstoðarmann sinn Carlos Queiroz sem næsta knattspyrnustjóra Manchester United. Hann segir þá ákvörðun vera í höndum Glazer-feðga.

"Ég hef enn ekki ákveðið hvenær ég hætti, en það verður ekki auðveld ákvörðun þegar að því kemur. Ég vil skilja við félagið með gott lið í höndunum og liðið sem ég er með í dag er vissulega gott - en það getur orðið enn betra," sagði Ferguson og er ekki í vafa um hver gæti tekið við liðinu þegar hann hættir.

"Carlos er frábær aðstoðarmaður og mér finnst eðlilegt að hann komi sterklega til greina til að taka við af mér þegar ég hætti, en sem betur fer er sú ákvörðun ekki í mínum höndum. Það verða Bandaríkjamennirnir að segja til um. Ég get hinsvegar tekið það fram að þeir hafa sýnt okkur góðan stuðning í öllu því sem við höfum verið að gera hérna," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×