Enski boltinn

Meiðsli Dyer ekki eins alvarleg og talið var

Kieron Dyer hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli síðustu ár
Kieron Dyer hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli síðustu ár NordicPhotos/GettyImages

Læknar enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham segja að meiðsli Kieron Dyer séu ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Dyer tvíbrákaði bein í fæti sínum í bikarleik gegn Bristol Rovers á dögunum í aðeins sínum öðrum leik fyrir félagið. Talið var víst að hann yrði frá keppni í mjög langan tíma.

"Ég fylgdist með þegar hann fór í aðgerð ásamt hinum læknunum hjá félaginu og hún heppnaðist einstaklega vel," saqgði George Cooper, yfirsjúkraþjálfari West Ham eftir aðgerðina á mánudag. "Læknarnir settu pinna og skrúfur í fótinn á honum og hann virðist ætla að gróa mjög vel, svo við erum bjartsýnir á að hann nái sér fljótt. Hann er í hvíld núna og verður á hækjum í vær vikur," sagði Cooper. Hann segir að þeir Scott Parker og Freddie Ljungberg séu einnig á ágætum batavegi.

"Parker er á viku sjö af þeim sex til átta vikum sem hann var áætlaður frá æfingum og er á réttri leið og þá er reiknað með Ljungberg til æfinga um miðja næstu viku," sagði Cooper. Parker var meiddur á hné og Ljungberg á læri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×