Enski boltinn

Brynjar Björn framlengir við Reading

Brynjar er kominn með nýjan samning hjá Reading
Brynjar er kominn með nýjan samning hjá Reading NordicPhotos/GettyImages

Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Reading. Brynjar sagðist í samtali við Vísi vera feginn að samningaviðræður væru í höfn, en þær hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Brynjar er meiddur í augnablikinu og verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM, en hann stefnir á að spila með Reading þegar úrvalsdeildin hefst á ný.

"Það er rosalegur léttir að vera búinn að skrifa undir þennan samning og nú getur maður farið að einbeita sér að fullu að næstu verkefnum. Það lá alltaf fyrir að við myndum setjast niður um þetta leiti og ræða samninginn og þetta gekk nokkuð vel fyrir sig," sagði Brynjar í samtali við Vísi, aðeins nokkrum mínútum eftir að samningurinn var undirritaður.

Brynjar er búinn að blogga um nýja samninginn hér á Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×