Fleiri fréttir Myndaveisla: Svipmyndir frá leikjum helgarinnar Það var nóg um að vera í leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Vísir tók saman nokkrar af skemmtilegustu ljósmyndunum frá leikjunum og þú getur skoðað þær með því að smella á myndaalbúmið hér fyrir neðan. 3.9.2007 17:04 Leikmenn keyptir fyrir 65 milljarða Knattspyrnufélögin í ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei verið eins dugleg að kaupa leikmenn og í ár. Nýtt met var sett í sumar og hafa félögin á Englandi þegar eytt yfir 500 milljónum punda til leikmannakaupa eða um 65 milljörðum króna. Gamla metið frá í fyrra var 300 milljónir punda. 3.9.2007 13:34 Lescott kallaður í enska landsliðið Miðvörðurinn öflugi Joleon Lescott hjá Everton hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn sem mætir Israelum á Wembley í undankeppni EM á laugardaginn. Lescott hefur farið mikinn með Everton í upphafi leiktíðar, en hann tekur stöðu Sol Campbell hjá Portsmouth í landsliðinu eftir að sá síðarnefndi meiddist. 3.9.2007 12:19 Leikmaður 5. umferðar: Xabi Alonso Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso er leikmaður fimmtu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Alonso tók upp hanskann fyrir Steven Gerrard um helgina þegar Liverpool valtaði yfir nýliða Derby County 6-0 og skoraði tvö mörk í leiknum. 3.9.2007 11:57 Ecclestone ætlar að kaupa QPR Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ætla að kaupa enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers og stefnir á að koma því í úrvalsdeildina á ný á fjórum árum. QPR hefur ekki leikið í efstu deild síðan árið 1996. 3.9.2007 10:45 Önnur handtökuskipun gefin út á Shinawatra Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands og eigandi Manchester City, hefur nú fengið gefna út aðra handtökuskipunina á sig á stuttum tíma í heimalandi sínu. 3.9.2007 10:40 Heskey hissa á að vera valinn í landsliðið Framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefur verið valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Israel og Rússum í undankeppni EM. Fjögur ár eru síðan hann var síðast valinn í landsliðið og því var hann skiljanlega hissa þegar kallið kom. 3.9.2007 10:26 Mourinho: Deildin verður opnari í vetur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að baráttan um enska meistaratitilinn verði opnari í ár en verið hefur eftir að hans menn þurftu að þola 2-0 tap gegn Aston Villa í gær. 3.9.2007 10:16 Nálægt því að fá Eið Smára Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, sagði við breska fjölmiðla í dag að hann hefði verið nálægt því að fá Eið Smára Guðjohnsen til félagsins áður en félagaskiptaglugginn lokaðist á miðnætti síðasta föstudag. 3.9.2007 10:00 Með leiðinlegar æfingar Franski framherjinn Fredi Kanoute er ekki mikill aðdáandi Martins Jol, stjóra Spurs, en Kanoute segir leiðinlegar æfingar stjórans hafa verið mikið vandamál þegar hann lék með Tottenham. 3.9.2007 09:45 Man. Utd er ekki til sölu segja Glazer-feðgar Glazer-fjölskyldan, sem á Manchester United, segir ekkert hæft í þeim orðrómi að til standi að selja félagið fjárfestum í Dubai og Kína.„Manchester United er ekki til sölu. Glazer-fjölskyldan á ekki í neinum viðræðum um sölu á félaginu og er heldur ekki að leita eftir viðræðum,“ sagði talsmaður Glazer-fjölskyldunnar. 3.9.2007 09:30 Kallað á Emile Heskey Steve McClaren, lands-liðsþjálfari Englands, hefur kallað á Emile Heskey í hópinn á nýjan leik enda margir fram-herjar enska landsliðsins meiddir. Má þar nefna Wayne Rooney og Peter Crouch. 3.9.2007 09:00 Var of vinalegur við José Mourinho Það hefur vakið talsverða athygli að Pako Ayesteran hefur yfirgefið herbúðir Liverpool en hann hefur verið hægri hönd stjórans, Rafa Benitez, síðustu ellefu ár. 3.9.2007 09:00 Vændiskonur hjá Ronaldo 3.9.2007 00:01 Chelsea tapaði - Abramovich brjálaður Nú munar ekki nema tveim stigum á Manchester United og Chelsea eftir að hinir síðarnefndu töpuðu gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í dag. Leikurinn fór 2-0 en mörkin skoruðu varnarmaðurinn Zat Knight í sínum fyrsta leik fyrir Villa og ungstirnið Gabriel Agbonlahor. Roman Abramovich sást yfirgefa Villa Park í fússi áður en leiknum lauk en enskir fjölmiðlar hafa í dag birt fréttir þess efnis að hann sé að missa þolinmæðina á hinum varnarsinnaða leikstíl José Mourinho. 2.9.2007 16:58 Tvö rauð þegar Blackburn lagði Man City Blackburn Rovers báru sigur úr býtum á heimavelli sínum Ewood Park í dag þegar liðið mætti Sven Goran Erikson og hans mönnum í Manchester City. Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy skoraði eina markið í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu frá David Bentley sem valinn var í enska landsliðið í vikunni. Þeir Tugay og David Dunne voru báðir reknir af velli í síðari hálfleik og bæði lið luku því leik með 10 menn. 2.9.2007 15:53 Arsenal sigruðu Portsmouth manni færri Arsenal vann í dag 3-1 heimasigur á Portsmouth þrátt fyrir að leika lungað úr seinni hálfleik manni færri. Philip Senderos var rekinn af velli í byrjun seinni hálfleiks þegar staðan var 2-0 Arsenal í vil. Skömmu síðar bætti Tomas Rosicky þriðja markinu við áður en Kanu náði að klóra í bakkann fyrir Portsmouth. Arsenal varðist vel það eftir lifði leiks og voru aldrei líklegir til að gefa eftir sigurinn. 2.9.2007 14:23 Billjón punda fjárfestar slást um Manchester United Tveir hópar fjárfesta undirbúa nú risatilboð í Manchester United. Verðstríð er í uppsiglingu þar sem Glazer fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United, mun ekki hlusta á tilboð sem eru undir einni billjón punda. Hóparnir tveir sem vilja kaupa Manchester United eru frá Dubai annars vegar og Kína hins vegar. Dubai hópurinn er tengdur furstafjölskyldunni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og sá kínverski er talinn hafa yfr gífurlegum fjármunum að ráða. 2.9.2007 13:09 Schmeichel vill kaupa Bröndby Per Bjerregaard, stjónarformaður danska knattspyrnuliðsins Bröndby, mun á morgun hitta gömlu kempuna Peter Schmeichel en hann leiðir hóp fjárfesta sem vilja kaupa hinn fornfræga knattspyrnuklúbb. Fjárfestarnir vilja að sögn danskra fjölmiðla koma með tæplega þriggja millarða innspýtingu í klúbbinn til að koma Bröndby aftur á stall með stóru stákunum í Danmörku. 2.9.2007 12:21 Saha kom til bjargar Manchester United lagði Sunderland, 1-0, með marki frá Louis Saha, sem var að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli. Dagurinn var tilfinningaþrunginn fyrir stuðningsmenn Manchester United en Ole Gunnar Solskjær, sem neyddist til að leggja skóna á hilluna í vikunni vegna meiðsla, var heiðraður fyrir leik. 2.9.2007 12:15 Dauðfeginn að vera laus frá félaginu Gylfi Einarsson var leystur undan samningi við Leeds United á föstudagskvöldið og er því í leit að félagi þessa dagana. Þar með lauk skrautlegum tíma í lífi Gylfa, sem kom til félagsins árið 2004 frá Lilleström. Gylfi byrjaði feril sinn hjá Leeds vel og skoraði strax í sínum öðrum leik með liðinu. Það var á endanum hans eina mark fyrir þetta fornfræga félag. 2.9.2007 11:15 Á toppinn í fyrsta sinn í fimm ár Liverpool skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið slátraði Derby á Anfield, 6-0. Michael Owen tryggði Newcastle góðan sigur á Wigan en hrakfarir Tottenham héldu áfram. 2.9.2007 11:00 Mellur Ronaldo í nærum frá Tesco og Debenhams Tvær af mellunum fimm sem fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo keypti í sundlaugarveislu sína eftir sigurinn gegn Tottenham segja að þær hafi verið í nærbuxum frá Tesco og Debenhams. "Við vildum virkilega kveikja í þeim og klæddum okkur því í sexý föt," segja þær Tyese og Gemma í samtali við blaðið News Of The World. 2.9.2007 10:46 Arsenal mætir Newcastle Fótbolti Dregið var í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í gær og þar bar hæst að Arsenal tekur á móti Newcastle. Man. Utd mætir Coventry og Chelsea heimsækir Hull. Leikirnir fara fram 24. september. 2.9.2007 10:30 Aston Villa hefur áhuga á Grétari Aston Villa sýndi íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni áhuga á dögunum. Þetta staðfesti Grétar í samtali við Fréttablaðið í gær. 2.9.2007 09:00 Sex marka stórsigur Liverpool Nú er öllum leikjum dagsins lokið nema einum. Liverpool vann stórsigur á Derby 6-0. West Ham vann svo góðan útisigur á Reading 0-3. Úrslit dagsins og markaskorarar eru hér fyrir neðan. 1.9.2007 14:08 Ferguson rétt marði Keane Alex Ferguson og hans menn í Manchester United rétt mörðu sigur á Roy Kene og hans mönnum í Sunderland á Old Trafford í dag. Louis Saha skoraði eina mark leiksins og sitt fyrsta síðan hann meiddist í desember á síðasta ári. Leikmenn United voru mun meira með boltann en sköpuðu ekki mörg opin marktækifæri. United er komið með 8 stig eftir fimm leiki og tvo sigra í röð. Sunderland er hins vegar með 4 stig og hefur tapað þremur í röð. 1.9.2007 18:10 Dregið í deildarbikarnum Búið er að draga í þriðju umferð enska deildarbikarsins. Helstu tíðindin úr dráttinum eru sú að Manchester United mun leika gegn Coventry, Liverpool gegn Reading, Arsenal við Newcastle og Chelsea við Hull. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. 1.9.2007 13:46 Beckham er með 1,3 milljónir kr. á mínútu Nú bendir allt til þess að tímabilið sé búið hjá David Beckham. Hann meiddist á hné í úrslitaleik bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Strax eru farnar að heyrast raddir þar í landi sem segja að kaup LA Galaxy á Beckham hafi verið dýrt spaug. Því til stuðnings er það nefnt að Beckham fær um 414 milljónir króna á ári í laun frá Galaxy. Það eru 6.5 milljón dollarar. Beckham hefur leikið í sex leikjum fyrir LA Galaxy á þessu ári, alls í 310 mínútur.Fari það svo, eins og allt lítur út fyrir, að Beckham leiki ekki meira á þessu ári hefur LA Galaxy þurft að greiða Beckham 133 þúsund krónur fyrir hverja einustu mínútu sem hann hefur spilað. Það eru 21 þúsund dollarar. 1.9.2007 13:27 Video: Grétar skoraði fyrir AZ Alkmaar Grétar Rafn Steinsson skoraði skondið mark fyrir lið sitt, AZ Alkmaar, í 3-0 sigri liðsins á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Mark Grétars kom á 45 mínútu eftir hornspyrnu. Þú getur séð markið hér. 1.9.2007 13:17 Öll félagaskipti gærdagsins Á miðnætti lokaði félagaskiptaglugganum og því verða fleiri leikmenn ekki keypti né seldir þar til í janúar þegar glugginn opnar aftur. Fjölmörg viðskipti fóru fram í gær en markverðust þeirra verða að teljast kaup Arsenal á Lassana Diarra frá Chelsea. Annars er öllum viðskiptum dagsins gerð skil hér fyrir neðan. 1.9.2007 11:37 Gylfi Einarsson hættur hjá Leeds Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson hefur verið leystur undan samningi sínum við enska 2. deildarfélagið Leeds United að því er segir á heimasíðu félagsins. 1.9.2007 09:54 Sjá næstu 50 fréttir
Myndaveisla: Svipmyndir frá leikjum helgarinnar Það var nóg um að vera í leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Vísir tók saman nokkrar af skemmtilegustu ljósmyndunum frá leikjunum og þú getur skoðað þær með því að smella á myndaalbúmið hér fyrir neðan. 3.9.2007 17:04
Leikmenn keyptir fyrir 65 milljarða Knattspyrnufélögin í ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei verið eins dugleg að kaupa leikmenn og í ár. Nýtt met var sett í sumar og hafa félögin á Englandi þegar eytt yfir 500 milljónum punda til leikmannakaupa eða um 65 milljörðum króna. Gamla metið frá í fyrra var 300 milljónir punda. 3.9.2007 13:34
Lescott kallaður í enska landsliðið Miðvörðurinn öflugi Joleon Lescott hjá Everton hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn sem mætir Israelum á Wembley í undankeppni EM á laugardaginn. Lescott hefur farið mikinn með Everton í upphafi leiktíðar, en hann tekur stöðu Sol Campbell hjá Portsmouth í landsliðinu eftir að sá síðarnefndi meiddist. 3.9.2007 12:19
Leikmaður 5. umferðar: Xabi Alonso Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso er leikmaður fimmtu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Alonso tók upp hanskann fyrir Steven Gerrard um helgina þegar Liverpool valtaði yfir nýliða Derby County 6-0 og skoraði tvö mörk í leiknum. 3.9.2007 11:57
Ecclestone ætlar að kaupa QPR Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ætla að kaupa enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers og stefnir á að koma því í úrvalsdeildina á ný á fjórum árum. QPR hefur ekki leikið í efstu deild síðan árið 1996. 3.9.2007 10:45
Önnur handtökuskipun gefin út á Shinawatra Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands og eigandi Manchester City, hefur nú fengið gefna út aðra handtökuskipunina á sig á stuttum tíma í heimalandi sínu. 3.9.2007 10:40
Heskey hissa á að vera valinn í landsliðið Framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefur verið valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Israel og Rússum í undankeppni EM. Fjögur ár eru síðan hann var síðast valinn í landsliðið og því var hann skiljanlega hissa þegar kallið kom. 3.9.2007 10:26
Mourinho: Deildin verður opnari í vetur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að baráttan um enska meistaratitilinn verði opnari í ár en verið hefur eftir að hans menn þurftu að þola 2-0 tap gegn Aston Villa í gær. 3.9.2007 10:16
Nálægt því að fá Eið Smára Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, sagði við breska fjölmiðla í dag að hann hefði verið nálægt því að fá Eið Smára Guðjohnsen til félagsins áður en félagaskiptaglugginn lokaðist á miðnætti síðasta föstudag. 3.9.2007 10:00
Með leiðinlegar æfingar Franski framherjinn Fredi Kanoute er ekki mikill aðdáandi Martins Jol, stjóra Spurs, en Kanoute segir leiðinlegar æfingar stjórans hafa verið mikið vandamál þegar hann lék með Tottenham. 3.9.2007 09:45
Man. Utd er ekki til sölu segja Glazer-feðgar Glazer-fjölskyldan, sem á Manchester United, segir ekkert hæft í þeim orðrómi að til standi að selja félagið fjárfestum í Dubai og Kína.„Manchester United er ekki til sölu. Glazer-fjölskyldan á ekki í neinum viðræðum um sölu á félaginu og er heldur ekki að leita eftir viðræðum,“ sagði talsmaður Glazer-fjölskyldunnar. 3.9.2007 09:30
Kallað á Emile Heskey Steve McClaren, lands-liðsþjálfari Englands, hefur kallað á Emile Heskey í hópinn á nýjan leik enda margir fram-herjar enska landsliðsins meiddir. Má þar nefna Wayne Rooney og Peter Crouch. 3.9.2007 09:00
Var of vinalegur við José Mourinho Það hefur vakið talsverða athygli að Pako Ayesteran hefur yfirgefið herbúðir Liverpool en hann hefur verið hægri hönd stjórans, Rafa Benitez, síðustu ellefu ár. 3.9.2007 09:00
Chelsea tapaði - Abramovich brjálaður Nú munar ekki nema tveim stigum á Manchester United og Chelsea eftir að hinir síðarnefndu töpuðu gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í dag. Leikurinn fór 2-0 en mörkin skoruðu varnarmaðurinn Zat Knight í sínum fyrsta leik fyrir Villa og ungstirnið Gabriel Agbonlahor. Roman Abramovich sást yfirgefa Villa Park í fússi áður en leiknum lauk en enskir fjölmiðlar hafa í dag birt fréttir þess efnis að hann sé að missa þolinmæðina á hinum varnarsinnaða leikstíl José Mourinho. 2.9.2007 16:58
Tvö rauð þegar Blackburn lagði Man City Blackburn Rovers báru sigur úr býtum á heimavelli sínum Ewood Park í dag þegar liðið mætti Sven Goran Erikson og hans mönnum í Manchester City. Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy skoraði eina markið í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu frá David Bentley sem valinn var í enska landsliðið í vikunni. Þeir Tugay og David Dunne voru báðir reknir af velli í síðari hálfleik og bæði lið luku því leik með 10 menn. 2.9.2007 15:53
Arsenal sigruðu Portsmouth manni færri Arsenal vann í dag 3-1 heimasigur á Portsmouth þrátt fyrir að leika lungað úr seinni hálfleik manni færri. Philip Senderos var rekinn af velli í byrjun seinni hálfleiks þegar staðan var 2-0 Arsenal í vil. Skömmu síðar bætti Tomas Rosicky þriðja markinu við áður en Kanu náði að klóra í bakkann fyrir Portsmouth. Arsenal varðist vel það eftir lifði leiks og voru aldrei líklegir til að gefa eftir sigurinn. 2.9.2007 14:23
Billjón punda fjárfestar slást um Manchester United Tveir hópar fjárfesta undirbúa nú risatilboð í Manchester United. Verðstríð er í uppsiglingu þar sem Glazer fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United, mun ekki hlusta á tilboð sem eru undir einni billjón punda. Hóparnir tveir sem vilja kaupa Manchester United eru frá Dubai annars vegar og Kína hins vegar. Dubai hópurinn er tengdur furstafjölskyldunni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og sá kínverski er talinn hafa yfr gífurlegum fjármunum að ráða. 2.9.2007 13:09
Schmeichel vill kaupa Bröndby Per Bjerregaard, stjónarformaður danska knattspyrnuliðsins Bröndby, mun á morgun hitta gömlu kempuna Peter Schmeichel en hann leiðir hóp fjárfesta sem vilja kaupa hinn fornfræga knattspyrnuklúbb. Fjárfestarnir vilja að sögn danskra fjölmiðla koma með tæplega þriggja millarða innspýtingu í klúbbinn til að koma Bröndby aftur á stall með stóru stákunum í Danmörku. 2.9.2007 12:21
Saha kom til bjargar Manchester United lagði Sunderland, 1-0, með marki frá Louis Saha, sem var að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli. Dagurinn var tilfinningaþrunginn fyrir stuðningsmenn Manchester United en Ole Gunnar Solskjær, sem neyddist til að leggja skóna á hilluna í vikunni vegna meiðsla, var heiðraður fyrir leik. 2.9.2007 12:15
Dauðfeginn að vera laus frá félaginu Gylfi Einarsson var leystur undan samningi við Leeds United á föstudagskvöldið og er því í leit að félagi þessa dagana. Þar með lauk skrautlegum tíma í lífi Gylfa, sem kom til félagsins árið 2004 frá Lilleström. Gylfi byrjaði feril sinn hjá Leeds vel og skoraði strax í sínum öðrum leik með liðinu. Það var á endanum hans eina mark fyrir þetta fornfræga félag. 2.9.2007 11:15
Á toppinn í fyrsta sinn í fimm ár Liverpool skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið slátraði Derby á Anfield, 6-0. Michael Owen tryggði Newcastle góðan sigur á Wigan en hrakfarir Tottenham héldu áfram. 2.9.2007 11:00
Mellur Ronaldo í nærum frá Tesco og Debenhams Tvær af mellunum fimm sem fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo keypti í sundlaugarveislu sína eftir sigurinn gegn Tottenham segja að þær hafi verið í nærbuxum frá Tesco og Debenhams. "Við vildum virkilega kveikja í þeim og klæddum okkur því í sexý föt," segja þær Tyese og Gemma í samtali við blaðið News Of The World. 2.9.2007 10:46
Arsenal mætir Newcastle Fótbolti Dregið var í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í gær og þar bar hæst að Arsenal tekur á móti Newcastle. Man. Utd mætir Coventry og Chelsea heimsækir Hull. Leikirnir fara fram 24. september. 2.9.2007 10:30
Aston Villa hefur áhuga á Grétari Aston Villa sýndi íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni áhuga á dögunum. Þetta staðfesti Grétar í samtali við Fréttablaðið í gær. 2.9.2007 09:00
Sex marka stórsigur Liverpool Nú er öllum leikjum dagsins lokið nema einum. Liverpool vann stórsigur á Derby 6-0. West Ham vann svo góðan útisigur á Reading 0-3. Úrslit dagsins og markaskorarar eru hér fyrir neðan. 1.9.2007 14:08
Ferguson rétt marði Keane Alex Ferguson og hans menn í Manchester United rétt mörðu sigur á Roy Kene og hans mönnum í Sunderland á Old Trafford í dag. Louis Saha skoraði eina mark leiksins og sitt fyrsta síðan hann meiddist í desember á síðasta ári. Leikmenn United voru mun meira með boltann en sköpuðu ekki mörg opin marktækifæri. United er komið með 8 stig eftir fimm leiki og tvo sigra í röð. Sunderland er hins vegar með 4 stig og hefur tapað þremur í röð. 1.9.2007 18:10
Dregið í deildarbikarnum Búið er að draga í þriðju umferð enska deildarbikarsins. Helstu tíðindin úr dráttinum eru sú að Manchester United mun leika gegn Coventry, Liverpool gegn Reading, Arsenal við Newcastle og Chelsea við Hull. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. 1.9.2007 13:46
Beckham er með 1,3 milljónir kr. á mínútu Nú bendir allt til þess að tímabilið sé búið hjá David Beckham. Hann meiddist á hné í úrslitaleik bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Strax eru farnar að heyrast raddir þar í landi sem segja að kaup LA Galaxy á Beckham hafi verið dýrt spaug. Því til stuðnings er það nefnt að Beckham fær um 414 milljónir króna á ári í laun frá Galaxy. Það eru 6.5 milljón dollarar. Beckham hefur leikið í sex leikjum fyrir LA Galaxy á þessu ári, alls í 310 mínútur.Fari það svo, eins og allt lítur út fyrir, að Beckham leiki ekki meira á þessu ári hefur LA Galaxy þurft að greiða Beckham 133 þúsund krónur fyrir hverja einustu mínútu sem hann hefur spilað. Það eru 21 þúsund dollarar. 1.9.2007 13:27
Video: Grétar skoraði fyrir AZ Alkmaar Grétar Rafn Steinsson skoraði skondið mark fyrir lið sitt, AZ Alkmaar, í 3-0 sigri liðsins á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Mark Grétars kom á 45 mínútu eftir hornspyrnu. Þú getur séð markið hér. 1.9.2007 13:17
Öll félagaskipti gærdagsins Á miðnætti lokaði félagaskiptaglugganum og því verða fleiri leikmenn ekki keypti né seldir þar til í janúar þegar glugginn opnar aftur. Fjölmörg viðskipti fóru fram í gær en markverðust þeirra verða að teljast kaup Arsenal á Lassana Diarra frá Chelsea. Annars er öllum viðskiptum dagsins gerð skil hér fyrir neðan. 1.9.2007 11:37
Gylfi Einarsson hættur hjá Leeds Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson hefur verið leystur undan samningi sínum við enska 2. deildarfélagið Leeds United að því er segir á heimasíðu félagsins. 1.9.2007 09:54