Enski boltinn

Inter vill fá Ballack

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Ballack.
Michael Ballack.

Ítölsku liðin Inter og Juventus ætla bæði að reyna að krækja í þýska miðjumanninn Michael Ballack frá Chelsea. Ballack hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir enska stórliðsins.

Eins og við höfum greint frá þá hyggst Juventus reyna að fá Ballack lánaðan í janúar með möguleika á forkaupsrétti á leikmanninum. Inter er hinsvegar að undirbúa tilboð í leikmanninn upp á átta milljónir punda.

Chelsea hefur enn ekkert gefið uppi opinberlega um framtíð leikmannsins hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×