Enski boltinn

Wenger framlengir við Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal samkvæmt frétt frá breska ríkissjónvarpinu í dag. Þessi tíðindi verða formlega tilkynnt á næstu dögum en sagt er að Frakkinn fái 4 milljónir punda í árslaun á samningstímanum. Wenger hefur verið stjóri Arsenal síðan árið 1996.

Arsenal hefur þrisvar hampað enska meistaratitlinum á þessum tíma og fjórum sinnum orðið enskur bikarmeistari. Þá náði liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2006 en tapaði þar fyrir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×