Enski boltinn

Enginn náð fernunni síðan vorið 2004

Robbie Fowler er einn þeirra markahróka sem tvívegis hefur skorað fernu í úrvalsdeildinni. Hann skoraði þær á 16 mánaða tímabili árin 1995-96.
Robbie Fowler er einn þeirra markahróka sem tvívegis hefur skorað fernu í úrvalsdeildinni. Hann skoraði þær á 16 mánaða tímabili árin 1995-96. NordicPhotos/GettyImages

Norska markamaskínan Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United lagði skóna á hilluna á dögunum, en hann afrekaði það einu sinni að skora fjögur mörk í einum leik á aðeins 19 mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður. Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn sem hafa náð að skora fjögur mörk eða meira í leik í úrvalsdeildinni.

Solskjær skoraði fernu sína gegn Notthingham Forest á City Ground í Febrúar árið 1999, en þá kom hann inn sem varamaður fyrir Roy Keane. Enginn varamaður hefur nokkru sinni skorað jafn mörg mörk í einum leik í úrvalsdeildinni, en þó hafa margir leikmenn náð að skora fjögur mörk í einum leik - og tveir einu betur.

Aðeins 15 sinnum hefur það komið fyrir síðan úrvalsdeildin var stofnuð að einn maður nái að skora fjögur mörk í einum og sama leiknum. Alan Shearer og Andy Cole eru einu mennirnir sem náð hafa að skora fimm mörk í einum leik og þá eru þeir Andy Cole, Michael Owen og Robbie Fowler einu mennirnir sem í tvígang hafa náð að skora fernu í deildarleik.

Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn sem hafa náð að skora fjögur mörk eða meira í leik síðan úrvalsdeildin var stofnuð, en athygli vekur að enginn leikmaður hefur náð fernunni síðan árið 2004. Þá um vorið skoruðu þrír leikmenn fernu á einum mánuði.



1995 - Andy Cole, Man Utd, 5 mörk gegn Ipswich

1999 - Alan Shearer, Newcastle, 5 mörk gegn Sheffield W

1993 - Efan Ekoku, Norwich, 4 mörk gegn Everton

1996 - Robbie Fowler, Liverpool, 4 mörk gegn Middlesbrough

1995 - Robbie Fowler, Liverpool, 4 mörk gegn Bolton

1997 - Gianluca Vialli, Chelsea, 4 mörk gegn Barnsley

1998 - Jurgen Klinsmann, Tottenham, 4 mörk gegn Wimbledon

1998 - Michael Owen, Liverpool, 4 mörk gegn Nott. Forest

1999 - Ole Gunnar Solskjær, Man Utd, 4 mörk gegn Nott. Forest

1999 - Andy Cole, Man Utd, 4 mörk gegn Newcastle

2000 - Jimmy F. Hasselbaink, Chelsea, 4 mörk gegn Coventry

2000 - Mark Viduka, Leeds, 4 mörk gegn Liverpool

2004 - Thierry Henry, Arsenal, 4 mörk gegn Leeds

2004 - Michael Owen, Liverpool, 4 mörk gegn WBA

2004 - Yakubu, Portsmouth, 4 mörk gegn Middlesbrough




Fleiri fréttir

Sjá meira


×