Enski boltinn

Liverpool spilar ljótan og leiðinlegan bolta

Bernd Schuster er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum
Bernd Schuster er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum NordicPhotos/GettyImages

Bernd Schuster nýráðinn þjálfari Real Madrid segir að Liverpool spili ljóta og leiðinlega knattspyrnu, en bendir á að liðið sé helsti keppinautur sinna manna um sigur í Meistaradeildinni næsta vor. Hann á einnig von á að AC Milan verði eitt þeirra liða sem kemst hvað lengst í keppninni.

"Liverpool treystir á að spila ljóta og leiðinlega knattspyrnu, en það er árangursríkur leikstíll. Sjáið bara hvernig liðið fór með Barcelona á síðustu leiktíð. Ég myndi segja að Liverpool og AC Milan væru helstu keppinautar okkar í Meistaradeildinni að þessu sinni - þessi lið verða aldrei þreytt á að vinna Meistaradeildina," sagði Schuster í samtali við The Sun.

Real Madrid hefur náð fljúgandi starti undir hans stjórn í spænsku deildinni og skemmst er að minnast stórsigurs liðsins á Villarreal á útivelli síðasta sunnudag, 5-0, í frábærum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×