Enski boltinn

Robben skýtur á Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hjá Real Madrid sendi fyrrum félögum sínum í Chelsea smá skot í viðtali við The Sun í dag. Robben segist hafa kosið að fara til spænsku meistaranna af því hann vildi spila skemmtilegri knattspyrnu.

"Ég mun tvímannalaust njóta mín betur hérna á Spáni. Líklega er það vegna þess að leikstíllinn hentar mér betur. Þjálfari Real Madrid segist vilja spila fallega sóknarknattspyrnu og það hljómar einstaklega vel í mínum eyrum," sagði Robben og á sama tíma og Real burstaði Villarreal 5-0 á útivelli um síðustu helgi - var gamla liðið hans að tapa 2-0 fyrir Aston Villa. Robben tók þó ekki þátt í þeim leik og á enn eftir að vinna sig í form eftir meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×