Enski boltinn

Solano: Vonbrigði að hafa ekki tekið titil

Elvar Geir Magnússon skrifar
Solano er fjölskyldumaður.
Solano er fjölskyldumaður.

Nolberto Solano, fyrrum miðjumaður Newcastle, segist mjög svekktur yfir því að hafa ekki náð að vinna titil með félaginu. Solano gekk til liðs við West Ham á föstudag, tveimur árum eftir að hann gekk á ný til liðs við félagið frá Aston Villa.

"Það er aðeins eitt sem ég er svekktur yfir þegar ég horfi til baka. Það er að stuðningsmennirnir hafi ekki fengið verðlaunin sem þeir eiga skilið. Ég hef átt frábært samband við stuðningsmenn Newcastle og ég lagði mig alltaf allan fram fyrir þá," sagði Solano.

Sumum þykir að með þessum orðum sé Solano að gera lítið úr Intertoto-keppninni en Newcastle vann hana eftirminnilega um miðjan desember á síðasta ári.

Solano yfirgaf Newcastle til að geta verið meira með fjölskyldu sinni en hún er búsett í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×