Enski boltinn

Samningur Beckham verstu viðskipti í sögunni

AFP

Breska dagblaðið The Sun hefur eftir ónefndum bandarískum miðli að samningurinn sem David Beckham hafi undirritað hjá LA Galaxy sé versti viðskiptasamningur í sögu Bandaríkjanna.

Beckham skrifaði undir einn stærsta samning sem sögur fara af hjá Galaxy og er hann sagður nema um 16-17 milljörðum króna með öllu. Þetta þóttu Bandaríkjamönnunum vera verstu viðskipti sem um getur - meira að segja verri en þegar viðskiptajöfurinn Robert McCulloch keypti Londonbrúna fyrir 1,3 milljónir punda árið 1968.

Beckham hefur aldrei náð sér á strik með liði Galaxy vegna meiðsla og verstu hrakspár segja að hann spili ekki meira með liðinu á leiktíðinni vegna ökkla og hnémeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×