Enski boltinn

Nýr samningur á borðinu hjá Richards

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn efnilegi Micah Richards hjá Manchester City segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við Manchester City á næstu dögum. Richards er aðeins 19 ára gamall en hefur þegar tryggt sér fjóra landsleiki fyrir England. Hann er reyndar enn samningsbundinn félaginu til 2010, en það hefur nú boðið honum betri samning á hærri launum.

"Það sem skiptir mestu máli fyrir mig er að fá tækifæri með liði mínu í hverri viku svo ég sé inni í myndinni hjá landsliðinu og ég mun væntanlega fá að spila hjá Manchester City. Ég er líka ánægður hjá félaginu og því verður þetta væntanlega komið á hreint innan skamms," sagði hinn ungi varnarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×