Enski boltinn

King frá fram í nóvember?

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Mail hefur eftir heimildamanni sínum hjá úrvalsdeildarfélaginu Tottenham að fyrirliðinn Ledley King muni líklega ekki koma við sögu með Totttenham fyrr en í nóvember eftir að honum sló niður í endurhæfingu sinni vegna hnémeiðsla.

Miðvörðurinn sterki hefur verið í sífelldum meiðslavandræðum síðustu ár á hnjám, fótum og í nára. King fór í aðgerð á hné í sumar og reiknað var með því að hann sneri aftur eftir örfáar vikur, en ef marka má heimildir Daily Mail verður ekkert úr því fyrr en í fyrsta lagi í nóvember.

King er enskur landsliðsmaður en missti af HM vegna meiðsla og spilaði aðeins 27 af 59 leikjum Tottenham á síðustu leiktíð. Reynist þessi tíðindi á rökum reist er ljóst að varnarleikur Tottenham verður lekur áfram, en hann hefur verið skelfilegur án þeirra King og Michael Dawson í upphafi leiktíðar. Liðið fékk síðast á sig þrjú klaufaleg mörk gegn Fulham um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×