Enski boltinn

Terry tekur tap út á fjölskyldunni

John Terry er mikill keppnismaður
John Terry er mikill keppnismaður NordicPhotos/GettyImages

Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea og enska landsliðinu viðurkennir að hann taki tapi á knattspyrnuvellinum svo illa að hann eigi það til að taka það allt út á fjölskyldu sinni þegar hann kemur heim.

"Ég verð rosalega sár þegar ég tapa og ég get bara ekkert að því gert. Ég hef alltaf verið svona og þegar ég tapa, vil ég ekki tala við nokkurn mann og helst fá að vera í friði. Það hljómar kannski brjálæðislega, en stundum tek ég þetta út á fjölskyldunni," sagði þessi mikli keppnismaður í samtali við The Sun.

"Ég trúi á það að maður eigi að gefa all sem maður á í hvern einasta leik og á hverja einustu æfingu og því er eðlilegt að maðurtaki það inn á sig þegar maður tapar. Ég vil ekki horfa til baka yfir ferilinn eftir tíu ár og sjá að ég hafi ekki lagt mig 100% fram alla daga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×