Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

01. desember 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Fréttamynd

Bíða enn eftir tæpri milljón í endur­greiðslu eftir fall Play

Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. 

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Hag­kerfið vex undir getu og tapaðar út­flutnings­tekjur gætu verið 200 milljarðar

Þótt hagvöxtur hafi verið meiri en Seðlabankinn reiknaði með á þriðja fjórðungi þá munu þeir þjóðhagsreikningar ósennilega ríða baggamuninn við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann segir tölurnar ekki breyta stóru myndinni sem sýni að hagkerfið er að vaxa undir getu með tilheyrandi framleiðsluslaka og glataðar útflutningstekjur vegna ýmissa áfalla að undanförnu gætu numið samanlagt numið yfir 200 milljörðum.

Innherji