Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði það til skoðunar að veita Ungverjalandi undanþágu frá viðskiptaþvingunum á olíu frá Rússlandi. Hann og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands funduðu í Hvíta húsinu í dag. Erlent
Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Ólafur Ólafsson var einn af örlagavöldunum í sigri Grindvíkinga á Keflvíkingum 104-92 í Grindavík í 6. umferð Bónus deildar karla. Stig hans og fráköst skiptu máli á lokakaflanum en hann endaði með 20 stig og sjö fráköst. Körfubolti
Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Hér er á ferðinni öðruvísi og bragðgóð útgáfa af bökuðum Brie-osti. Blanda af stökkum pistasíuhjúp, heitu hunangi og rifsberjum er ómótstæðileg. Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemum á heiðurinn af þessari uppskrift, sem er tilvalin til að bjóða upp á í saumaklúbbnum eða á aðventunni. Matur
Guardiola ræddi um ríginn við Liverpool Pep Guardiola heldur upp á mikinn áfanga þegar Manchester City mætir Liverpool í slag liðanna sem unnið hafa alla Englandsmeistaratitla síðustu átta árin. Þetta verður þúsundasti leikur Spánverjans sem knattspyrnustjóri. Enski boltinn
Jensens Bøfhus lokað Veitingakeðjan Jensens Bøfhus hefur lokað öllum sínum veitingastöðum í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt viðskiptamiðilsins Børsen. Keðjan var með fimmtán veitingastaði í rekstri en hafði glímt við rekstrarerfiðleika. Staðirnir hafa notið nokkurra vinsælda meðal Íslendinga. Viðskipti erlent
Norræni bankinn ABG SC væri „afar áhugaverður kostur“ fyrir Íslandsbanka Áform Íslandsbanka um að ráðstafa mögulega allt að fimmtán milljörðum af umfram eigin fé sínu til fjárfestinga erlendis vekja sérstaklega athygli, að sögn hlutabréfagreinenda, sem telur að kaup á norræna fjárfestingabankanum ABG Sundal Collier væri „afar áhugaverður kostur“ í því samhengi. Innherji
Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Alfreð var að hleypa af stokkunum nýrri þjónustu sem er ný og byltingarkennd leið til að krækja í draumastarfið. Hæfnileit Alfreðs er spennandi kostur fyrir alla sem láta sig dreyma um hið fullkomna starf. Samstarf