Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

11. desember 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

Fréttamynd

Fær bara hálft fæðingar­or­lof og veik leikskóla­börn

Einstæð móðir, er gáttuð yfir ósveigjanleika fæðingarorlofskerfisins því fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar verður ekki færður yfir til hennar þrátt fyrir að hann hyggist ekki nýta sér réttinn. Í gangi er faðernispróf fyrir dómi og er hann ekki hluti af lífi barnsins í dag. Móðirin upplifir kvíða og afkomuótta því síðustu greiðslurnar frá fæðingarorlofssjóði berast 1. janúar og þá blasir óvissan ein við.

Innlent


Ísland í dag - Glæný mathöll í Smáralind slær í gegn

Glæný mjög flott mathöll er komin í Smáralindina og er staðsett á því svæði sem áður gekk undir nafninu Vetrargarðurinn og er meðal annars í nýrri viðbyggingu. Og þar eru veitingastaðir allt frá því að vera skyndibitastaðir og upp í fínni og meiri matarupplifun. Og margir veitingastaðirnir eru hreinlega á heimsmælikvarða. Meðal annars eru þar austurlenskir staðir, skyndibitastaðir, indverskur staður, ítalskir staðir, sushi staður og þekktir íslenskir veitingastaðir. Byggt hefur verið við Smáralindina og Basalt arkitektar fengnir til að hanna og búa til flotta og einstaka stemningu á svæðinu. Glerhýsi og arineldur og stemning er þar fram eftir kvöldi. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði svæðið.

Ísland í dag