Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

24. nóvember 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Fréttamynd

Sam­bæri­legt því að spila með Real Madrid

„Það var einhver utanaðkomandi pressa fannst mér um að það sem kæmi frá mér yrði að vera algjörlega stórkostlegt og ódauðlegt og það lamaði mig algjörlega,“ segir tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason sem hefur farið eigin leiðir og verið óhræddur við að ögra sér. Ari Bragi, sem er fyrrum spretthlaupari og afreksíþróttamaður, ræddi við blaðamann um ævintýralegt líf sitt í Danmörku þar sem hann vinnur með mörgu af fremsta tónlistarfólki Skandinavíu.

Lífið
Fréttamynd

Til­efni til að varast svik á svörtum föstu­degi

Nú þegar tilboðsdagar á borð við svartan föstudag og stafrænan mánudag eru á næsta leyti er tilefni fyrir neytendur til að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart svikatilraunum. Öryggissérfræðingur brýnir fyrir almenningi að smella ekki á tilboðshlekki sem berast með tölvupósti og minnir á að ef tilboð hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega grunsamlegt.

Neytendur

Fréttamynd

Synjun FDA von­brigði en staðan hjá Al­vot­ech „á­gæt þrátt fyrir mót­læti“

Vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðu Alvotech þá er er sennilegast að samþykki markaðsleyfis í Bandaríkjunum fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður muni ekki fást fyrr en á seinni árshelmingi 2026, að mati hlutabréfagreinanda, sem telur stöðu félagsins samt vera ágæta þrátt fyrir mótlæti. Fjárfestum er ráðlagt sem fyrr að kaupa og þótt nýtt virðismat á Alvotech sé lækkað þá er það langt yfir núverandi markaðsgengi.

Innherji