Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Móðir stúlku, sem talin er hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu leikskólastarfsmanns, segist ráðalaus. Lögreglurannsókn var látin niður falla þar sem ekki töldust nægar sannanir til staðar, þrátt fyrir að tveir starfsmenn hafi orðið vitni að ofbeldinu. Fjölskyldunni var ekki úthlutaður réttargæslumaður og segist móðirin enga hugmynd hafa hvaða úrræði standi þeim til boða. Innlent
Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Manchester United hefur enn ekki staðfest hver muni taka við liðinu en samkvæmt breska ríkisútvarpinu er Michael Carrick nú talinn líklegastur til að verða ráðinn knattspyrnustjóri Manchester United til bráðabirgða. Enski boltinn
Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Björn Kristmann Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class, keyptu í desember af félaginu Í toppformi einbýlishús sem stendur við sjávarlóð á Haukanesi í Garðabæ. Verð hússins var 1,2 milljarðar samkvæmt þinglýstu afsali. Fyrst var greint frá á vef Viðskiptablaðsins. Lífið
Mögnuð tilþrif í þrettándu umferð Kemi tilþrif vikunnar, í Bónus Körfuboltakvöldi, voru ekki af verri endanum. Kristófer Acox var þar í stóru hlutverki. Körfuboltakvöld
Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. Atvinnulíf
„Óttast“ að næsti gluggi fyrir vaxtalækkun verði ekki fyrr en í maí Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur hækkað skarpt undanfarnar vikur eftir röð neikvæðra verðbólgutíðinda, sem virðist að mestu „heimasmíðað af hinu opinbera“, og búið er að slá verulega á væntingar um vaxtalækkun á næsta fundi peningastefnunefndar. Sérfræðingur á skuldabréfamarkaði segist „óttast“ að næsti gluggi fyrir lækkun vaxta verði ekki fyrr en í vor. Innherji
Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frá árinu 2016 hefur Janus heilsuefling verið í farabroddi hvað varðar forvarnir og heilsueflingu eldri aldurshópa, þar sem hreyfing, fræðsla og vísindi mætast. Markmiðið er einfalt: að styrkja heilsu, bæta lífsgæði og auka vellíðan einstaklinga 60 ára og eldri. Samstarf