Fleiri fréttir Obama styður fíkniefnastríð mexíkóskra stjórnvalda Barack Obama, Bandaríkjaforseti, kveðst styðja fíkniefnastríð mexíkóskra stjórnvalda sterkt og ákveðið. Obama er staddur í Guadalajara þar sem hann fundar með Felipe Calderon, forseta landsins, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada. Þremenningarnir ræða meðal annars fíkniefnastríðið, svínaflensuna og horfur í efnahagsmálum. 10.8.2009 15:12 Senda skyttusveitir til að skjóta hundruð þúsunda úlfalda Ástralska ríkisstjórnin ætlar að senda skyttusveitir á þyrlum til þess að skjóta hundruð þúsunda úlfalda í óbyggðum landsins. 10.8.2009 12:23 Ræðismaður Ísraela tekinn á teppið Utanríkisráðherra Ísraels hefur lagt til að ræðismaður landsins í Boston segi af sér fyrir að gagnrýna stefnu stjórnvalda í landnemabyggðum. Nadav Tamir ræðismaður Ísraels í Boston skrifaði um landnemabyggðir Ísraels á herteknu svæðunum í minnisblaði sem ætlað var til innanhússbrúks. 10.8.2009 12:10 Gæsir reyttar lifandi og fiðrið selt í Skandínavíu Þúsundir gæsa eru reyttar lifandi og er fiðrið af þeim selt í dúnsængur, kodda, yfirhafnir og fleira. Þetta sýna gögn sem danska ríkisútvarpið, DR 1, fjallar um á vef sínum í dag. 10.8.2009 09:52 Stóri bróðir stækkar og stækkar í Bretlandi Deilurnar um notkun breskra yfirvalda af ýmsu tagi hafa harðnað þar í landi síðustu daga eftir að í ljós kom að njósnað var um 500 þúsund manns þar á síðasta ári. 10.8.2009 09:10 Chavez brjálaður út í Kólombíumenn Forseti Venesúela, Hugo Chavez, sakar Kólombíumenn um hernaðaraðgerðir gegn landi sínu. Hann segir að Kólumbískir hermenn hafi sést fara yfir Orinoco ánna sem myndar landamæri á milli landanna, og yfir á yfirráðasvæði Venesúela. 10.8.2009 09:06 Tugir látnir í sprengjuárásum í Írak Tæplega fjörutíu létust í fjórum bílsprengjum sem sprungu með skömmu millibili í írösku borgunum Mosul og Bagdad í morgun. Að minnsta kosti 150 eru særðir að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. 10.8.2009 09:02 Átta létust í eftirför lögreglu Átta létust í bílslysi í Kalíforníu í gær, þar af fimm börn. Ökumaður bíls af gerðinni Dodge Neon sem hafði ekki virt stöðvunarskyldu reyndi að komast undan lögreglunni á ofsahraða og á meðan á eftirförinni stóð ók hann á fullri ferð á pallbíl. Börnin sem voru á aldrinum eins til átta ára voru öll um borð í pallbílnum. Þrír fullorðnir sem voru um borð í flóttabílnum létust einnig á staðnum. Þá eru tveir fullorðnir sem voru með börnunum í bílnum á sjúkrahúsi, alvarlega slasaðir. 10.8.2009 08:15 Milljón flúði Morakot Um ein milljón manna þurfti að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum Kína í gær og í nótt þegar fellibylurinn Morakot reið þar yfir. Morakot náði um 120 kílómetra hraða í mestu vindhviðunum og eyðilagði hús og færði akurlendi á kaf. Íbúar á ströndinni sluppu þó flestir vel en tilkynnt hefur verið um eitt dauðsfall í kjölfar fellibylsins sem nú hefur dregið úr styrk sínum og kallast nú hitabeltisstormur. 10.8.2009 07:11 Risastórar virkjanir hrekja fólk úr landi Áform stjórnvalda í Búrma um að reisa tvær stórar stíflur ógna fólki af Karenþjóðinni, sem í meira en sex áratugi hefur barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis við landamæri Taílands. 10.8.2009 04:00 Milljón manna þurft að flýja heimili sín Um ein milljón manna hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Kína vegna mikilla flóða af völdum fellibylsins Morakot. Áður hafði fellibylurinn riðið yfir Taívan og Filippseyjar. Einn hefur látið lífið í Kína. Tuga manna er saknað í Taívan og að minnsta kosti 21 hefur látið lífið á Filippseyjum, og sjö til viðbótar er saknað. Þrír evrópskir ferðamenn eru á meðal þeirra sem saknað er. 10.8.2009 03:00 Þúsundir deyja úr snákabitum Um sex þúsund manns deyja árlega af völdum snákabita í Bangladesh. Snákabit eru önnur algengasta dánarorsökin af ónáttúrulegum orsökum í landinu. Drukknun er algengasta orsökin. 10.8.2009 02:45 Segir útrýmingarbúðirnar helvíti á jörðu Benedikt XVI. páfi hélt ræðu í Castel Gandolfo á Ítalíu á sunnudag, þar sem hann sagði að útrýmingarbúðir nasista væru ýkt tákn illsku og helvíti á jörðu. Hann sagði þær dæmi um hvernig helvíti kæmi fram á jörðu þegar menn gleymdu guði og tækju sér vald til að dæma sjálfir hvað sé rétt og rangt og gefa og taka líf. 10.8.2009 02:00 Þrjár sprengjur á Mallorca í dag Þrjár sprengjur hafa sprungið á Mallorca í dag. Aðskilnaðarsamtök Baska eru sögð bera ábyrgð á öllum árásunum þremur en þau gerðu lögreglu viðvart áður en sprengjurnar sprungu. 9.8.2009 19:37 Barn lést þegar Morakot skall á austurströnd Kína Eitt barn lét lífið og fjölmörg hús hrundu til grunna þegar fellibylurinn Morakot skall á austurströnd Kína í dag. Áður hafði hann valdið manntjóni og eyðileggingu á Taívan. 9.8.2009 18:42 Sprengja sprakk á strandbar á Mallorca Sprengja sprakk við strandbar á spænsku eyjunni Mallorca. Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni var varað við sprenginunni með símtali. Ekki er vitað til þess að neinn hafi látist í sprengingunni. 9.8.2009 14:17 Vísbending frá Ástralíu vegna Madelaine McCann Kona í Ástralíu hefur sett sig í samband við lögeglu og segist vita hver konan sé sem leitað er að í tengslum við hvarfið á bresku stúlkunni Madeleine McCann. Auglýst var eftir konu í tengslum við málið í síðustu viku og teikning birt af henni. 9.8.2009 13:22 Jarðskjálfti í miðhluta Japans Jarðskjálfti sem mældist sex komma níu á Richter skók miðhluta Japans í morgun. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum. 9.8.2009 12:02 Nærri milljón flutt frá heimilum sínum vegna fellibylsins Morakot Yfirvöld á suð-austurströnd Kína hafa flutt nærri milljón íbúa frá heimilum sínum vegna fellibylsins Morakot sem stefnir hraðbyr á landið. Fleiri en þrjátíu og fimm þúsund fiskibátar voru kallaðir heim og hafa héraðstjórnir í tveimur héruðum á svæðinu sent smáskilaboð í fleiri en átta milljón farsíma sem skráðir eru þar til að vara við bylnum. 9.8.2009 09:58 Biskupar í Argentínu skera upp herör gegn fátækt Biskupar í Argentínu hafa skorið upp herör gegn fátækt í landinu eftir að páfinn sagði snaraukna örbirgð þar í landi hneykslanlega. Argentínskir kirkjunnar menn telja um fjörutíu prósent landsmanna lifa við fátækt sem er langt umfram það sem stjórnvöld halda fram. 8.8.2009 18:19 Stúlkubarn lést eftir að hún var greind ranglega með svínaflensu Tveggja ára stúlkubarn í Norfolk í Bretlandi lést fyrr í vikunni af völdum heilahimnubólgu. Foreldrar stúlkunnar segja að hún hafi tvívegis verið greind ranglega með svínaflensu og því ekki meðhöndluð rétt. 8.8.2009 15:04 3000 ára gömul stytta sláandi lík Michael Jackson Í tuttugu ár hefur náttúrugripasafnið í Chicago haft til sýnis 3000 ára gamla styttu sem er sláandi lík hinum fallna konungi poppsins, Michael Jackson. Undanfarið hafa safngestir farið að veita styttunni meiri eftirtekt. 8.8.2009 14:24 Leiðtogi talibana fallinn Talsmaður talibana í Pakistan staðfesti í gær að leiðtogi þeirra, sem meðal annars er talinn hafa stýrt fjölmörgum sjálfsmorðsárásum, hefði fallið í flugskeytaárás Bandaríkjahers á miðvikudag. 8.8.2009 01:45 Yfirheyrslur standa yfir Yfirvöld í Srí Lanka hafa að undanförnu yfirheyrt Selvarasa Pathmanathan, nýjan leiðtoga Tamíltígra. 8.8.2009 01:45 Kortleggja París á skrítnu hjóli Bandaríska tölvufyrirtækið Google hefur ráðið tvo unga menn til að hjóla um götur Parísar á nýstárlegu þríhjóli. Á hjólinu eru níu myndavélar, GPS-staðsetningartæki, tölva og rafall. 8.8.2009 00:45 Atvinnulausum hefur fækkað Atvinnuleysi dróst saman í Bandaríkjunum úr 9,5 prósentum í 9,4 prósent í júlí. Þetta er þvert á spár hagfræðinga en síðast dróst atvinnuleysi saman milli mánaða í apríl í fyrra. 8.8.2009 00:00 Sao Paulo orðin reyklaus 11 milljón manna borgin Sao Paulo í Brasilíu er orðinn reyklaus. Bannað er að reykja á veitingastöðum og börum. Hvergi má reykja nema undir berum himni og á einkaheimilum. 7.8.2009 23:45 Pólsk kona dæmd fyrir að áreita samkynhneigðan nágranna Pólsk kona hefur verið dæmd til þess að greiða 3,100 pund fyrir að tala niðrandi um samkynhneigðan nágranna sinn. Konan, sem er 44 ára gömul og hefur verið nefnd Anna S kallaði nágranna sinn og lífsförunaut hans meðal annars Pedal. 7.8.2009 20:59 Sextíu manns saknað eftir sjávarháska Sextíu manns er saknað eftir að ferja hvolfdist og sökk á Kyrrahafinu nálægt eyjunni Tonga austan við Ástralíu. 7.8.2009 11:09 Afhommunarmeðferðir sagðar skaðlegar Ameríska Sálfræðingafélagið leggst gegn því að geðheilbrigðisstarfsfólk ráðleggi samkynhneigðum skjólstæðingum að breyta kynhneigð sinni með því að leita sálfræðimeðferða eða annarra meðferðarúrræða. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi út frá sér á miðvikudaginn síðasta. Ennfremur að foreldrar, 7.8.2009 09:30 Sotomayor komst í gegnum nálaraugað Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum fengu nýjan vinnufélaga í gærkvöldi þegar útnefning Soniu Sotomayor í embætti var samþykkt af öldungadeild þingsins. 7.8.2009 09:23 Leiðtogi Talíbana í Pakistan mögulega fallinn Líkur eru taldar á því að Pakistanski Talíbanaleiðtoginn Baitullah Mehsud hafi látist í árás ómannaðrar flugvélar á vegum Bandaríkjahers sem gerð var á miðvikudaginn. Þegar hafði verið staðfest að kona Mehsuds hafi látist í árásinni og að Mehsud hafi sloppið en nú berast fregnir af því að leiðtoginn hafi látist. Hátt settur maður innan Bandaríkjastjórnar sagði á blaðamannafundi að dauði Mahsuds geti vel verið staðreynd þrátt fyrir að ekkert hafi verið staðfest enn sem komið er. 7.8.2009 08:02 Hvarf Maddíar: Leitað að tvífara Viktoríu Beckham Einkaspæjari sem rannsakað hefur hvarf Madeileine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi sínu í Portúgal árið 2007 birti í gær á blaðamannafundi mynd af konu sem hann telur tengjast hvarfi hennar. Konan sást í Barcelóna á Spáni tveimur dögum eftir hvarf Maddíar og það er vitnisburður tveggja Breta sem ræddu við hana þá sem sannfærir spæjarann sem vinnur fyrir McCann hjónin, að hún tengist hvarfinu. 7.8.2009 07:55 Lestarræningja gefið frelsi til að deyja Lestarræninginn Ronnie Biggs hefur verið látinn laus úr fangelsi þar sem hann er dauðvona. Það var dómsmálaráðherra Bretlands, Jackie Straw sem tók ákvörðunin þrátt fyrir að hafa synjað Biggs áður. Frá þessu greinir the Daily Telegraph. 6.8.2009 23:45 Dauðsföllum vegna svínaflensu fjölgar - smittilfellum fækkar Níu manns létust vegna svínaflensunnar svokölluðu í Englandi í síðustu viku og er fjöldi dauðsfalla þar í landi orðinn 36, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. 6.8.2009 16:26 Miklu fleiri piltar með tannskemmdir en stúlkur Þriðji hver piltur á aldrinum 15-16 ára er með skemmdir í tannglerungi vegna gosdrykkju. Þetta sýnir ný rannsókn frá Frederiksberg í Danmörku, sem fjallað er um í tímariti danskra tannlækna. 6.8.2009 15:00 Mannréttindasamtök segja árásir Hamas stríðsglæpi Mannréttindasamtökin Human Right Watch hvetja nú Hamas samtökin í Palestínu til að fordæma eldflaugaárásir herskárra Hamasliða á Ísrael og draga hina seku til ábyrgðar. 6.8.2009 12:28 21 látinn í sprengingu í Afganistan Spengja sem sprakk í vegarkanti í suðurhluta Afganistans í morgun varð að minnsta kosti 21 óbreyttum borgara að bana. Flutningabíll sem var að flytja farþega lenti í sprengingunni að sögn afganskra yfirvalda. Sex slösuðust í árásinni. 6.8.2009 08:23 Nýjar vísbendingar í Maddí-málinu Boðað hefur verið til blaðamannafundar í London síðar í dag þar sem einkaspæjari nokkur sem rannsakað hefur hvarf Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi sínu í Portúgal árið 2007 mun skýra frá nýjum vísbendingum í málinu. 6.8.2009 08:17 Hillary ræðir við forseta Sómalíu Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta Sheik Sharif Ahmed, forseta Sómalíu en viðræðurnar verða í Kenýa. Búist er við því að Clinton lýsi yfir stuðningi við ríkisstjórn Ahmeds sem stendur í ströngu í baráttu sinni við öfgasinnaða hópa íslamista í landinu sem er að mestu stjórnlaust. 6.8.2009 08:09 Síðasti "Tommy-inn" lagður til grafar Síðasti breski hermaðurinn sem tók þátt í fyrrri heimstyrjöldinni verður lagður til grafar í dag. 6.8.2009 07:11 Fá bætur ef það rignir í fríinu Farþegar sem ferðast með þýska flugfélaginu Lufthansa geta nú krafið félagið um bætur ef það rignir á þá í fríinu. 6.8.2009 06:00 Um 1.200 hafa látist úr svínaflensu Um 1.200 manns hafa látist eftir að hafa sýkst af svínaflensu (H1N1) samkvæmt nýjum tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 6.8.2009 04:30 Minni andúð og fé í boði Hjónaböndum súnnía og sía hefur fjölgað töluvert í Írak á ný, en þeim hafði fækkað mjög meðan átökin milli þessara íslömsku trúflokka voru hvað hörðust fyrir nokkrum misserum. 6.8.2009 04:00 Í eftirlitsferð við Bandaríkin Rússar hafa staðfest að tveir kafbátar, sem sáust út af austurströnd Bandaríkjanna, hafi verið rússneskir. 6.8.2009 03:00 Sjá næstu 50 fréttir
Obama styður fíkniefnastríð mexíkóskra stjórnvalda Barack Obama, Bandaríkjaforseti, kveðst styðja fíkniefnastríð mexíkóskra stjórnvalda sterkt og ákveðið. Obama er staddur í Guadalajara þar sem hann fundar með Felipe Calderon, forseta landsins, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada. Þremenningarnir ræða meðal annars fíkniefnastríðið, svínaflensuna og horfur í efnahagsmálum. 10.8.2009 15:12
Senda skyttusveitir til að skjóta hundruð þúsunda úlfalda Ástralska ríkisstjórnin ætlar að senda skyttusveitir á þyrlum til þess að skjóta hundruð þúsunda úlfalda í óbyggðum landsins. 10.8.2009 12:23
Ræðismaður Ísraela tekinn á teppið Utanríkisráðherra Ísraels hefur lagt til að ræðismaður landsins í Boston segi af sér fyrir að gagnrýna stefnu stjórnvalda í landnemabyggðum. Nadav Tamir ræðismaður Ísraels í Boston skrifaði um landnemabyggðir Ísraels á herteknu svæðunum í minnisblaði sem ætlað var til innanhússbrúks. 10.8.2009 12:10
Gæsir reyttar lifandi og fiðrið selt í Skandínavíu Þúsundir gæsa eru reyttar lifandi og er fiðrið af þeim selt í dúnsængur, kodda, yfirhafnir og fleira. Þetta sýna gögn sem danska ríkisútvarpið, DR 1, fjallar um á vef sínum í dag. 10.8.2009 09:52
Stóri bróðir stækkar og stækkar í Bretlandi Deilurnar um notkun breskra yfirvalda af ýmsu tagi hafa harðnað þar í landi síðustu daga eftir að í ljós kom að njósnað var um 500 þúsund manns þar á síðasta ári. 10.8.2009 09:10
Chavez brjálaður út í Kólombíumenn Forseti Venesúela, Hugo Chavez, sakar Kólombíumenn um hernaðaraðgerðir gegn landi sínu. Hann segir að Kólumbískir hermenn hafi sést fara yfir Orinoco ánna sem myndar landamæri á milli landanna, og yfir á yfirráðasvæði Venesúela. 10.8.2009 09:06
Tugir látnir í sprengjuárásum í Írak Tæplega fjörutíu létust í fjórum bílsprengjum sem sprungu með skömmu millibili í írösku borgunum Mosul og Bagdad í morgun. Að minnsta kosti 150 eru særðir að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. 10.8.2009 09:02
Átta létust í eftirför lögreglu Átta létust í bílslysi í Kalíforníu í gær, þar af fimm börn. Ökumaður bíls af gerðinni Dodge Neon sem hafði ekki virt stöðvunarskyldu reyndi að komast undan lögreglunni á ofsahraða og á meðan á eftirförinni stóð ók hann á fullri ferð á pallbíl. Börnin sem voru á aldrinum eins til átta ára voru öll um borð í pallbílnum. Þrír fullorðnir sem voru um borð í flóttabílnum létust einnig á staðnum. Þá eru tveir fullorðnir sem voru með börnunum í bílnum á sjúkrahúsi, alvarlega slasaðir. 10.8.2009 08:15
Milljón flúði Morakot Um ein milljón manna þurfti að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum Kína í gær og í nótt þegar fellibylurinn Morakot reið þar yfir. Morakot náði um 120 kílómetra hraða í mestu vindhviðunum og eyðilagði hús og færði akurlendi á kaf. Íbúar á ströndinni sluppu þó flestir vel en tilkynnt hefur verið um eitt dauðsfall í kjölfar fellibylsins sem nú hefur dregið úr styrk sínum og kallast nú hitabeltisstormur. 10.8.2009 07:11
Risastórar virkjanir hrekja fólk úr landi Áform stjórnvalda í Búrma um að reisa tvær stórar stíflur ógna fólki af Karenþjóðinni, sem í meira en sex áratugi hefur barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis við landamæri Taílands. 10.8.2009 04:00
Milljón manna þurft að flýja heimili sín Um ein milljón manna hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Kína vegna mikilla flóða af völdum fellibylsins Morakot. Áður hafði fellibylurinn riðið yfir Taívan og Filippseyjar. Einn hefur látið lífið í Kína. Tuga manna er saknað í Taívan og að minnsta kosti 21 hefur látið lífið á Filippseyjum, og sjö til viðbótar er saknað. Þrír evrópskir ferðamenn eru á meðal þeirra sem saknað er. 10.8.2009 03:00
Þúsundir deyja úr snákabitum Um sex þúsund manns deyja árlega af völdum snákabita í Bangladesh. Snákabit eru önnur algengasta dánarorsökin af ónáttúrulegum orsökum í landinu. Drukknun er algengasta orsökin. 10.8.2009 02:45
Segir útrýmingarbúðirnar helvíti á jörðu Benedikt XVI. páfi hélt ræðu í Castel Gandolfo á Ítalíu á sunnudag, þar sem hann sagði að útrýmingarbúðir nasista væru ýkt tákn illsku og helvíti á jörðu. Hann sagði þær dæmi um hvernig helvíti kæmi fram á jörðu þegar menn gleymdu guði og tækju sér vald til að dæma sjálfir hvað sé rétt og rangt og gefa og taka líf. 10.8.2009 02:00
Þrjár sprengjur á Mallorca í dag Þrjár sprengjur hafa sprungið á Mallorca í dag. Aðskilnaðarsamtök Baska eru sögð bera ábyrgð á öllum árásunum þremur en þau gerðu lögreglu viðvart áður en sprengjurnar sprungu. 9.8.2009 19:37
Barn lést þegar Morakot skall á austurströnd Kína Eitt barn lét lífið og fjölmörg hús hrundu til grunna þegar fellibylurinn Morakot skall á austurströnd Kína í dag. Áður hafði hann valdið manntjóni og eyðileggingu á Taívan. 9.8.2009 18:42
Sprengja sprakk á strandbar á Mallorca Sprengja sprakk við strandbar á spænsku eyjunni Mallorca. Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni var varað við sprenginunni með símtali. Ekki er vitað til þess að neinn hafi látist í sprengingunni. 9.8.2009 14:17
Vísbending frá Ástralíu vegna Madelaine McCann Kona í Ástralíu hefur sett sig í samband við lögeglu og segist vita hver konan sé sem leitað er að í tengslum við hvarfið á bresku stúlkunni Madeleine McCann. Auglýst var eftir konu í tengslum við málið í síðustu viku og teikning birt af henni. 9.8.2009 13:22
Jarðskjálfti í miðhluta Japans Jarðskjálfti sem mældist sex komma níu á Richter skók miðhluta Japans í morgun. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum. 9.8.2009 12:02
Nærri milljón flutt frá heimilum sínum vegna fellibylsins Morakot Yfirvöld á suð-austurströnd Kína hafa flutt nærri milljón íbúa frá heimilum sínum vegna fellibylsins Morakot sem stefnir hraðbyr á landið. Fleiri en þrjátíu og fimm þúsund fiskibátar voru kallaðir heim og hafa héraðstjórnir í tveimur héruðum á svæðinu sent smáskilaboð í fleiri en átta milljón farsíma sem skráðir eru þar til að vara við bylnum. 9.8.2009 09:58
Biskupar í Argentínu skera upp herör gegn fátækt Biskupar í Argentínu hafa skorið upp herör gegn fátækt í landinu eftir að páfinn sagði snaraukna örbirgð þar í landi hneykslanlega. Argentínskir kirkjunnar menn telja um fjörutíu prósent landsmanna lifa við fátækt sem er langt umfram það sem stjórnvöld halda fram. 8.8.2009 18:19
Stúlkubarn lést eftir að hún var greind ranglega með svínaflensu Tveggja ára stúlkubarn í Norfolk í Bretlandi lést fyrr í vikunni af völdum heilahimnubólgu. Foreldrar stúlkunnar segja að hún hafi tvívegis verið greind ranglega með svínaflensu og því ekki meðhöndluð rétt. 8.8.2009 15:04
3000 ára gömul stytta sláandi lík Michael Jackson Í tuttugu ár hefur náttúrugripasafnið í Chicago haft til sýnis 3000 ára gamla styttu sem er sláandi lík hinum fallna konungi poppsins, Michael Jackson. Undanfarið hafa safngestir farið að veita styttunni meiri eftirtekt. 8.8.2009 14:24
Leiðtogi talibana fallinn Talsmaður talibana í Pakistan staðfesti í gær að leiðtogi þeirra, sem meðal annars er talinn hafa stýrt fjölmörgum sjálfsmorðsárásum, hefði fallið í flugskeytaárás Bandaríkjahers á miðvikudag. 8.8.2009 01:45
Yfirheyrslur standa yfir Yfirvöld í Srí Lanka hafa að undanförnu yfirheyrt Selvarasa Pathmanathan, nýjan leiðtoga Tamíltígra. 8.8.2009 01:45
Kortleggja París á skrítnu hjóli Bandaríska tölvufyrirtækið Google hefur ráðið tvo unga menn til að hjóla um götur Parísar á nýstárlegu þríhjóli. Á hjólinu eru níu myndavélar, GPS-staðsetningartæki, tölva og rafall. 8.8.2009 00:45
Atvinnulausum hefur fækkað Atvinnuleysi dróst saman í Bandaríkjunum úr 9,5 prósentum í 9,4 prósent í júlí. Þetta er þvert á spár hagfræðinga en síðast dróst atvinnuleysi saman milli mánaða í apríl í fyrra. 8.8.2009 00:00
Sao Paulo orðin reyklaus 11 milljón manna borgin Sao Paulo í Brasilíu er orðinn reyklaus. Bannað er að reykja á veitingastöðum og börum. Hvergi má reykja nema undir berum himni og á einkaheimilum. 7.8.2009 23:45
Pólsk kona dæmd fyrir að áreita samkynhneigðan nágranna Pólsk kona hefur verið dæmd til þess að greiða 3,100 pund fyrir að tala niðrandi um samkynhneigðan nágranna sinn. Konan, sem er 44 ára gömul og hefur verið nefnd Anna S kallaði nágranna sinn og lífsförunaut hans meðal annars Pedal. 7.8.2009 20:59
Sextíu manns saknað eftir sjávarháska Sextíu manns er saknað eftir að ferja hvolfdist og sökk á Kyrrahafinu nálægt eyjunni Tonga austan við Ástralíu. 7.8.2009 11:09
Afhommunarmeðferðir sagðar skaðlegar Ameríska Sálfræðingafélagið leggst gegn því að geðheilbrigðisstarfsfólk ráðleggi samkynhneigðum skjólstæðingum að breyta kynhneigð sinni með því að leita sálfræðimeðferða eða annarra meðferðarúrræða. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi út frá sér á miðvikudaginn síðasta. Ennfremur að foreldrar, 7.8.2009 09:30
Sotomayor komst í gegnum nálaraugað Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum fengu nýjan vinnufélaga í gærkvöldi þegar útnefning Soniu Sotomayor í embætti var samþykkt af öldungadeild þingsins. 7.8.2009 09:23
Leiðtogi Talíbana í Pakistan mögulega fallinn Líkur eru taldar á því að Pakistanski Talíbanaleiðtoginn Baitullah Mehsud hafi látist í árás ómannaðrar flugvélar á vegum Bandaríkjahers sem gerð var á miðvikudaginn. Þegar hafði verið staðfest að kona Mehsuds hafi látist í árásinni og að Mehsud hafi sloppið en nú berast fregnir af því að leiðtoginn hafi látist. Hátt settur maður innan Bandaríkjastjórnar sagði á blaðamannafundi að dauði Mahsuds geti vel verið staðreynd þrátt fyrir að ekkert hafi verið staðfest enn sem komið er. 7.8.2009 08:02
Hvarf Maddíar: Leitað að tvífara Viktoríu Beckham Einkaspæjari sem rannsakað hefur hvarf Madeileine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi sínu í Portúgal árið 2007 birti í gær á blaðamannafundi mynd af konu sem hann telur tengjast hvarfi hennar. Konan sást í Barcelóna á Spáni tveimur dögum eftir hvarf Maddíar og það er vitnisburður tveggja Breta sem ræddu við hana þá sem sannfærir spæjarann sem vinnur fyrir McCann hjónin, að hún tengist hvarfinu. 7.8.2009 07:55
Lestarræningja gefið frelsi til að deyja Lestarræninginn Ronnie Biggs hefur verið látinn laus úr fangelsi þar sem hann er dauðvona. Það var dómsmálaráðherra Bretlands, Jackie Straw sem tók ákvörðunin þrátt fyrir að hafa synjað Biggs áður. Frá þessu greinir the Daily Telegraph. 6.8.2009 23:45
Dauðsföllum vegna svínaflensu fjölgar - smittilfellum fækkar Níu manns létust vegna svínaflensunnar svokölluðu í Englandi í síðustu viku og er fjöldi dauðsfalla þar í landi orðinn 36, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. 6.8.2009 16:26
Miklu fleiri piltar með tannskemmdir en stúlkur Þriðji hver piltur á aldrinum 15-16 ára er með skemmdir í tannglerungi vegna gosdrykkju. Þetta sýnir ný rannsókn frá Frederiksberg í Danmörku, sem fjallað er um í tímariti danskra tannlækna. 6.8.2009 15:00
Mannréttindasamtök segja árásir Hamas stríðsglæpi Mannréttindasamtökin Human Right Watch hvetja nú Hamas samtökin í Palestínu til að fordæma eldflaugaárásir herskárra Hamasliða á Ísrael og draga hina seku til ábyrgðar. 6.8.2009 12:28
21 látinn í sprengingu í Afganistan Spengja sem sprakk í vegarkanti í suðurhluta Afganistans í morgun varð að minnsta kosti 21 óbreyttum borgara að bana. Flutningabíll sem var að flytja farþega lenti í sprengingunni að sögn afganskra yfirvalda. Sex slösuðust í árásinni. 6.8.2009 08:23
Nýjar vísbendingar í Maddí-málinu Boðað hefur verið til blaðamannafundar í London síðar í dag þar sem einkaspæjari nokkur sem rannsakað hefur hvarf Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi sínu í Portúgal árið 2007 mun skýra frá nýjum vísbendingum í málinu. 6.8.2009 08:17
Hillary ræðir við forseta Sómalíu Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta Sheik Sharif Ahmed, forseta Sómalíu en viðræðurnar verða í Kenýa. Búist er við því að Clinton lýsi yfir stuðningi við ríkisstjórn Ahmeds sem stendur í ströngu í baráttu sinni við öfgasinnaða hópa íslamista í landinu sem er að mestu stjórnlaust. 6.8.2009 08:09
Síðasti "Tommy-inn" lagður til grafar Síðasti breski hermaðurinn sem tók þátt í fyrrri heimstyrjöldinni verður lagður til grafar í dag. 6.8.2009 07:11
Fá bætur ef það rignir í fríinu Farþegar sem ferðast með þýska flugfélaginu Lufthansa geta nú krafið félagið um bætur ef það rignir á þá í fríinu. 6.8.2009 06:00
Um 1.200 hafa látist úr svínaflensu Um 1.200 manns hafa látist eftir að hafa sýkst af svínaflensu (H1N1) samkvæmt nýjum tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 6.8.2009 04:30
Minni andúð og fé í boði Hjónaböndum súnnía og sía hefur fjölgað töluvert í Írak á ný, en þeim hafði fækkað mjög meðan átökin milli þessara íslömsku trúflokka voru hvað hörðust fyrir nokkrum misserum. 6.8.2009 04:00
Í eftirlitsferð við Bandaríkin Rússar hafa staðfest að tveir kafbátar, sem sáust út af austurströnd Bandaríkjanna, hafi verið rússneskir. 6.8.2009 03:00