Erlent

Yfirheyrslur standa yfir

mahinda rajapaksa
Handtaka Selvarasas Pathamanathan kom sér vel fyrir forsetann Mahinda Rajapaksa (til vinstri).
mahinda rajapaksa Handtaka Selvarasas Pathamanathan kom sér vel fyrir forsetann Mahinda Rajapaksa (til vinstri).

Yfirvöld í Srí Lanka hafa að undanförnu yfirheyrt Selvarasa Pathmanathan, nýjan leiðtoga Tamíltígra.

Pathmanathan, sem hafði áður umsjón með vopnasmygli Tamíltígra, tók við forystu uppreisnar­sinnanna eftir að stjórnvöld á Srí Lanka drápu þáverandi leiðtoga þeirra, Veluppillai Prabhakaran. Eftir að stjórnvöld komust að því að Pathmanathan hefði tekið við stjórn Tamíltígranna var hann handtekinn.

Talið er að handtakan hafi komið sér vel fyrir forseta Srí Lanka, Mahinda Rajapaksa, en þingkosningar í landinu eru í þann mund að hefjast.- fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×