Erlent

Sextíu manns saknað eftir sjávarháska

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Strendur Tonga.
Strendur Tonga.
Sextíu manns er saknað eftir að ferja hvolfdist og sökk á Kyrrahafinu nálægt eyjunni Tonga austan við Ástralíu á miðvikudag, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Um fimmtíu farþegum var bjargað, en þeir voru einkum karlmenn sem voru á þilfarinu þegar slysið varð.

Óttast er um að fólkið sem var neðan þilja hafi drukknað, en aðallega er um konur og börn að ræða.

Að sögn yfirvalda í Tonga voru 117 manns um borð er skipið Princess Ashika sökk.

Forsætisráðherra landsins, Feleti Sevele, sagði litla von til að finna fleiri á lífi, en aðstoðar Nýja Sjálands og Ástralíu hefur verið óskað við að finna lík í sjónum.

Meðal þeirra sem létust eru að sögn Bretar, Þjóðverjar, Frakkar og Japanir.

Enn er ekki vitað hvað olli slysinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×