Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 21:27 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipun hans í embætti ríkisskattstjóra eftir langar umræður fyrr í sumar. AP Donald Trump hefur tilnefnt nýjan sendiherra á Íslandi. Sá heitir Billy Long og var fyrr í dag rekinn úr embætti ríkisskattstjóra eftir aðeins tvo mánuði í starfi. Skipun hans í embætti ríkisskattstjóra vakti furðu meðal margra. Hann hafði litla sem enga reynslu af skattamálum. Þar að auki studdi hann frumvarp um að leggja skattstofu Bandaríkjanna niður þegar hann sat á Bandaríkjaþingi sem fulltrúi Missouriríkis. Samkvæmt umfjöllun New York Times er Long dyggur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þó hafði hann átt í skærum við Scott Bessent fjármálaráðherra á stuttri embættistíð sinni. Þáði talsverðar upphæðir frá hagsmunaaðilum Skattstofa Bandaríkjanna hefur komið ansi illa út úr róttækri niðurskurðarstefnu Trump. Um fjórðungur mannafla hennar, sem rúmlega 25 þúsund manns, hafa lokið störfum þar á undanförnum mánuðum og mikil velta hefur verið á starfandi ríkisskattstjórum frá embættistöku Trump. Samkvæmt umfjöllun Times er það aðallega vegna krafna ríkisstjórnar Trump um að skatturinn deili með sér persónuupplýsingum í vörslu skattsins svo hægt sé að reka mislöglega innflytjendur skilvirkar úr landi. Einnig kemur fram í umfjöllun miðilsins bandaríska að hann hafi ítrekað sent tölvupósta á alla starfsmenn skattsins þar sem hann leyfði þeim að fara fyrr heim á föstudögum. Demókratar í öldungadeildinni gagnrýndu skipun Long í embætti ríkisskattstjóra harkalega.Getty „Farið heim 70 mínútum fyrr á morgun. Þannig verðið þið vel hvíld fyrir sjötugsafmælið mitt á mánudaginn!“ hefur Times eftir einum póstinum sem hann á að hafa sent í gær. Þegar umræður um staðfestingu Long í embætti ríkisskattstjóra stóðu yfir í öldungadeildinni kom einnig á daginn að hann hefði þegið talsverðar fjárhæðir frá skattaráðgjafarfyrirtækjum. Fjárhæðirnar numu tæpum sautján milljónum króna og fóru, samkvæmt Politico, að mestu í að greiða niður skuldir sem hann hafði safnað í misheppnuðu framboði hans til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2022. Fjárgjafirnar hafi byrjað að hrannast inn þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Long í embættið. Upp á öldungadeildina kominn Tilnefningu hans í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi greinir miðillinn þó ekki frá en það gerir Billy Long sjálfur í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum á níunda tímanum í kvöld. „Það er heiður að þjóna vini mínum, Trump forseta, og ég hlakka til að taka við nýju hlutverki mínu sem sendiherra á Íslandi. Ég svara kalli hans með tilhlökkun og er staðráðinn í að vinna að metnaðarfullri stefnu hans. Spennandi tímar framundan!“ skrifar Billy Long. Sjá einnig: Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Enn sem komið er er Long aðeins tilnefndur í þetta embætti þar sem öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun sendiherra. Það gæti því dregist eitthvað á langinn að sendiherrann komi sér fyrir á Sólvallagötunni. Öldungadeildin fór í mánaðarlangt sumarfrí 3. ágúst síðastliðinn og það í talsverðu hasti. Trump sjálfur brást ókvæða við þessu uppátæki öldunganna og sagði leiðtoga demókrata í öldungadeildinni meðal annars að fara til fjandans. Það tók talsverða umræðu fyrir öldungadeildina að staðfesta loks skipun Long í embætti ríkisskattstjóra. Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Skipun hans í embætti ríkisskattstjóra vakti furðu meðal margra. Hann hafði litla sem enga reynslu af skattamálum. Þar að auki studdi hann frumvarp um að leggja skattstofu Bandaríkjanna niður þegar hann sat á Bandaríkjaþingi sem fulltrúi Missouriríkis. Samkvæmt umfjöllun New York Times er Long dyggur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þó hafði hann átt í skærum við Scott Bessent fjármálaráðherra á stuttri embættistíð sinni. Þáði talsverðar upphæðir frá hagsmunaaðilum Skattstofa Bandaríkjanna hefur komið ansi illa út úr róttækri niðurskurðarstefnu Trump. Um fjórðungur mannafla hennar, sem rúmlega 25 þúsund manns, hafa lokið störfum þar á undanförnum mánuðum og mikil velta hefur verið á starfandi ríkisskattstjórum frá embættistöku Trump. Samkvæmt umfjöllun Times er það aðallega vegna krafna ríkisstjórnar Trump um að skatturinn deili með sér persónuupplýsingum í vörslu skattsins svo hægt sé að reka mislöglega innflytjendur skilvirkar úr landi. Einnig kemur fram í umfjöllun miðilsins bandaríska að hann hafi ítrekað sent tölvupósta á alla starfsmenn skattsins þar sem hann leyfði þeim að fara fyrr heim á föstudögum. Demókratar í öldungadeildinni gagnrýndu skipun Long í embætti ríkisskattstjóra harkalega.Getty „Farið heim 70 mínútum fyrr á morgun. Þannig verðið þið vel hvíld fyrir sjötugsafmælið mitt á mánudaginn!“ hefur Times eftir einum póstinum sem hann á að hafa sent í gær. Þegar umræður um staðfestingu Long í embætti ríkisskattstjóra stóðu yfir í öldungadeildinni kom einnig á daginn að hann hefði þegið talsverðar fjárhæðir frá skattaráðgjafarfyrirtækjum. Fjárhæðirnar numu tæpum sautján milljónum króna og fóru, samkvæmt Politico, að mestu í að greiða niður skuldir sem hann hafði safnað í misheppnuðu framboði hans til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2022. Fjárgjafirnar hafi byrjað að hrannast inn þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Long í embættið. Upp á öldungadeildina kominn Tilnefningu hans í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi greinir miðillinn þó ekki frá en það gerir Billy Long sjálfur í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum á níunda tímanum í kvöld. „Það er heiður að þjóna vini mínum, Trump forseta, og ég hlakka til að taka við nýju hlutverki mínu sem sendiherra á Íslandi. Ég svara kalli hans með tilhlökkun og er staðráðinn í að vinna að metnaðarfullri stefnu hans. Spennandi tímar framundan!“ skrifar Billy Long. Sjá einnig: Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Enn sem komið er er Long aðeins tilnefndur í þetta embætti þar sem öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun sendiherra. Það gæti því dregist eitthvað á langinn að sendiherrann komi sér fyrir á Sólvallagötunni. Öldungadeildin fór í mánaðarlangt sumarfrí 3. ágúst síðastliðinn og það í talsverðu hasti. Trump sjálfur brást ókvæða við þessu uppátæki öldunganna og sagði leiðtoga demókrata í öldungadeildinni meðal annars að fara til fjandans. Það tók talsverða umræðu fyrir öldungadeildina að staðfesta loks skipun Long í embætti ríkisskattstjóra.
Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent