Erlent

Hillary ræðir við forseta Sómalíu

Hillary Clinton.
Hillary Clinton.

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta Sheik Sharif Ahmed, forseta Sómalíu en viðræðurnar verða í Kenýa. Búist er við því að Clinton lýsi yfir stuðningi við ríkisstjórn Ahmeds sem stendur í ströngu í baráttu sinni við öfgasinnaða hópa íslamista í landinu sem er að mestu stjórnlaust.

Stærstu öfgasamtökin, al-Shabab verða sífellt öflugri í landinu og talið er að um 250 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín vegna bardaga stjórnarhermanna við liðsmenn samtakanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×