Erlent

3000 ára gömul stytta sláandi lík Michael Jackson

Sláandi líkindi.
Sláandi líkindi. Mynd/ Chicago field museum
Í tuttugu ár hefur náttúrugripasafnið í Chicago haft til sýnis 3000 ára gamla styttu sem er sláandi lík hinum fallna konungi poppsins, Michael Jackson. Undanfarið hafa safngestir farið að veita styttunni meiri eftirtekt.

Talið er að styttan hafi verið hogginn milli 1550 og 1050 fyrir krist og er af óþekktri konu.

Vel plokkuðu augnabrúnirnar, stóru möndlulaga augun og þrýstnu varirnar eru óþægilega líkar Jackson. Þar að auki er nefið nánast alveg eins en líklegast hefur brotnað upp úr því og það minnkað, ekki ósvipað og gerðist með tímanum hjá konungnum sjálfum. Að sögn starfsmanns safnsins er brotna nefið þó ekki svo dularfullt þar sem nefið vantar á 95% styttna frá fornu fari en þær hafa verið skemmdar.

Ekki er vitað hvort að Michael Jackson hafi nokkru sinni heimsótt safnið meðan hann lifði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×