Erlent

Afhommunarmeðferðir sagðar skaðlegar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sálfræðingar leggjast gegn afhommunarmeðferðum. Mynd/ AFP
Sálfræðingar leggjast gegn afhommunarmeðferðum. Mynd/ AFP
Ameríska Sálfræðingafélagið leggst gegn því að geðheilbrigðisstarfsfólk ráðleggi samkynhneigðum skjólstæðingum að breyta kynhneigð sinni með því að leita sálfræðimeðferða eða annarra meðferðarúrræða. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi út frá sér á miðvikudaginn síðasta. Ennfremur að foreldrar, forráðamenn, ungt fólk og fjölskyldur forðist að mæla með slíkum meðferðum sem byggja á þeirri hugmynd að samkynhneigð sé geðsjúkdómur eða þroskaröskun.

Ályktun Sálfræðingafélagsins byggir á stórri rannsókn sem sýnir að fátt bendir til þess að hægt sé að breyta kynhneigð homma og lesbía. Slík meðferð geti þvert á móti verið skaðleg og leitt til sjálfsmorða, þunglyndis, kvíða og minni kynvitundar.

„Fagmenn geta hjálpað skjólstæðingum sínum með meðferð, sem ekki byggir á því að reyna að breyta kynhneigð, heldur að reyna að sætta sig við, styðja og kanna eigin stöðu eða sjálf," segir Judith Glassgold, sem fór fyrir rannsókn sálfræðinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×