Erlent

Chavez brjálaður út í Kólombíumenn

Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Hugo Chavez, forseti Venesúela. Mynd/AFP

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, sakar Kólombíumenn um hernaðaraðgerðir gegn landi sínu. Hann segir að Kólumbískir hermenn hafi sést fara yfir Orinoco ánna sem myndar landamæri á milli landanna, og yfir á yfirráðasvæði Venesúela.

Kólombíumenn neita ásökunum en Chavez segir að um ögrun hafi verið að ræða. Kalt hefur verið á milli þessara nágrannaríkja undanfarið en hugmyndir Kólombíumanna um að leyfa bandarískum hermönnum aðgang að herstöðvum sínum hefur farið sérstaklega fyrir brjóstið á Venesúelska forsetanum sem ávarpaði þjóð sína í vikulegum sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi þar sem hann hvatti menn til að búa sig undir stríð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×