Erlent

Þrjár sprengjur á Mallorca í dag

Lögreglumenn girtu af svæði þar sem sprengjan sprakk í dag.
Lögreglumenn girtu af svæði þar sem sprengjan sprakk í dag. Mynd/ AFP
Þrjár sprengjur hafa sprungið á Mallorca í dag. Aðskilnaðarsamtök Baska eru sögð bera ábyrgð á öllum árásunum þremur en þau gerðu lögreglu viðvart áður en sprengjurnar sprungu.

Fyrsta sprengjan sprakk á salerni veitingastaðarins La Rigoletta sem er við Paseo del Portitxol. Engan sakaði.

Seinna í dag sprungu svo tvær sprengjur á öðrum veitingastað skammt frá og á torgi í Palma. Engin slys urðu á fólki.

ETA hefur viðurkennt að bera ábyrgð á sprengjuárás á Mallorca í júlí með þeim afleiðingum að tveir lögreglumenn létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×