Erlent

Átta létust í eftirför lögreglu

Bíll sömu gerðar og ökuníðingurinn var á.
Bíll sömu gerðar og ökuníðingurinn var á.
Átta létust í bílslysi í Kalíforníu í gær, þar af fimm börn.  Ökumaður bíls af gerðinni Dodge Neon sem hafði ekki virt stöðvunarskyldu reyndi að komast undan lögreglunni á ofsahraða og á meðan á eftirförinni stóð ók hann á fullri ferð á pallbíl. Börnin sem voru á aldrinum eins til átta ára voru öll um borð í pallbílnum. Þrír fullorðnir sem voru um borð í flóttabílnum létust einnig á staðnum. Þá eru tveir fullorðnir sem voru með börnunum í bílnum á sjúkrahúsi, alvarlega slasaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×