Fleiri fréttir

Danskar löggur segja slagsmálasögur á Facebook

Lögreglumenn í Dönsku borginni Bröndby liggja nú undir ámæli eftir að nokkrir þeirra skrifuðu skeyti á Fésbókarsíðu kollega síns. Í skrifunum lýsa lögreglumennirnir ánægju sinni með átök sem þeir lentu í á dögunum við pólska fótboltaáhangendur en 113 voru handteknir í slagsmálunum.

Enn séns fyrir ítalska lottóspilara

Enginn var með allar tölur réttar í ítalska lottóinu en dregið var í gærkvöldi. Potturinn er sá næst stærsti sem í boði hefur verið í Evrópu en sá sem hefði haft heppnina með sér í gær væri nú 116 milljónum evra ríkari eða rúmum 20 milljörðum íslenskra króna.

Ferð Clintons bar árangur

Heimsókn Bills Clintons fyrrverandi Bandaríkjaforseta til Norður Kóreu bar árangur því blaðakonurnar tvær sem hann vildi fá lausar úr haldi voru um borð í þotu hans á heimleiðinni en hann hélt til Bandaríkjanna í nótt.

Ahmadinejad sór embættiseið

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans sór embættiseið fyrir annað kjörtímabil sitt í morgun í Íranska þinginu. Ahmadinejad bar sigur úr býtum í kosningum á dögunum en kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar og yfirvöld sökuð um kosningasvindl.

Brown sinnir góðgerðarstarfi í fríinu

Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, mun sinna sjálfboðastarfi í eina viku á meðan hann er í sumarfríi. Treglega tókst að fá fréttina staðfest aí Bretlandi en Brown mun ekki vilja draga athyglina að því góðgerðarstarfi sem hann mun sinna samkvæmt fréttavef BBC. Ástæðan er samkomulag við góðgerðarfélagið sjálft.

Clinton frelsaði bandarískar blaðakonur

Leiðtogi Norður - Kóreu, Kim Jong Il, hefur náðað tvær bandarískar blaðakonur sem þar eru í haldi, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, kom í óopinbera heimsókn þangað.

40 vandarhögg vegna buxna

Súdönsk kona á yfir höfði sér 40 vandarhögg vegna ákæru fyrir ósiðlegan klæðaburð. Konan gekk í buxum opinberlega í síðasta mánuði. Hún lítur á þetta sem prófmál fyrir dómi og segir að vandarhöggin yrðu móðgun við fólk og trúarbrögð.

Clinton fundaði með Kim Jong-il

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, átti í dag fund með Kim Jong-il, hinum umdeilda leiðtoga Norður-Kóreu.

Bandarískir fangar í Íran yfirheyrðir

Lögregla yfirheyrir nú bandaríkjamennina þrjá sem teknir voru höndum í Íran um helgina, að því er fram kemur í íranska ríkissjónvarpinu.

Einn látinn í flugslysi í Tælandi

Flugstjóri lést og nokkrir farþegar slösuðust í morgun þegar farþegaflugvél frá Bangkok Airways hlekktist á í lendingu á flugvelli á tælensku eyjunni Koh Samui sem vinsæl er á meðal ferðamanna.

Fjórir grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Ástralíu

Lögreglan í Ástralíu hefur handtekið fjóra menn sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um sjálfsmorðsárás á herstöð í landinu. Mennirnir sem allir hafa ástralskan ríkisborgararétt en eru af sómölskum og líbönskum uppruna voru handteknir í Melbourne.

Breskar herþyrlur í Afganistan skortir brynvörn

Breskar herþyrlur sem senda á til Afganistans til þess að taka þátt í baráttunni gegn Talibönum geta hugsanlega ekki tekið þátt í bardögum vegna þess að þær eru ekki nægilega brynvarðar. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu the Daily Telegraph en þyrluflugmenn í breska hernum eru sagðir æfir yfir ákvörðun yfirmanna sinna að senda þyrlurnar, sem eru af gerðinni Merlin, til átakasvæðisins.

Talibanar skjóta flugskeytum á Kabúl

Flugskeytaárás var gerð á Kabúl Höfuðborg Afganistans í morgun. Talibanar eru taldir standa á bakvið árásirnar en að minnsta kosti níu flugskeytum var skotið á höfuðborgina rétt fyrir dögun að sögn lögreglu í Kabúl.

Bill Clinton í Norður Kóreu

Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er nú staddur í Norður Kóreu til þess að reyna að fá tvo bandaríska blaðamenn lausa úr fangelsi. Þær Laura Ling og Euna Lee voru handteknar í mars fyrir að ferðast ólöglega í landinu og voru þær síðan dæmdar í tólf ára þrælkunarvinnu.

Obama fær 30 líflátshótanir á dag

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fær 30 líflátshótanir á dag og sífellt fleiri leyniþjónustumenn gæta hans, eftir því sem fram kemur í nýrri bók um forsetann

Forgangsverkefni að sinna Afganistan

Forgangsverkefni NATO hlýtur að vera stríðið í Afganistan og að semja við hófsama menn úr röðum Talibana, segir Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO.

Barnalíknarheimili berst enn í bökkum vegna hruns Kaupþings

Eigendur barnalíknarheimilisins Naomi House hafa skrifað Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, bréf og óskað eftir því að lögfræðileg greinagerð verði gert um bótagreiðslur til þeirra sem töpuðu fé við hrun íslensku bankanna.

Tveir látnir vegna skæðs lungnasjúkdóms í Kína

Tveir hafa látist úr lungnasjúkdómi í norðvestur Kína en yfirvöld þar hafa sett heilt bæjarfélag í einangrun þar sem á annan tug manna hafa greinst með bráðsmitandi og banvænan lungnasjúkdóm. Sjúkdómurinn er af sömu gerð og svarti dauði sem dró hátt í 25 milljónir manna til dauða á miðöldum. Þetta kemur í kínverskum fjölmiðlum í morgun.

Harry Potter áhorfendum lenti saman í bíó

Sextán ára drengur í Bretlandi hefur verið kærður fyrir að hafa ætla sér að stórskaða konu með því að hella yfir hana klór. Atvikið átti sér stað fyrir viku í Leeds. Konan sem er 46 ára hafði farið í bíó ásamt tveimur börnum sínum að sjá Harry Potter.

Spænsku konungshjónin óhrædd við aðskilnaðarsinna

Konungur Spánar Juan Carlos og drottningin Sofia ferðuðust til sumardvalarstaðar síns á Mallorca, aðeins tveim dögum eftir að sprengjutilræði aðskilnaðarsinna banaði tveimur í borginni Palmanova á eyjunni.

Raul Castro: Varð ekki forseti til að innleiða kapitalisma

Raul Castro forseti Kúbu sagði á þingi í dag að hann hefði ekki orðið forseti til þess að innleiða kapítalisma og hverfa frá sósíalisma. Hann beindi orðum sínum til Hillarys Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Hættulegar Hondur innkallaðar

Honda verksmiðjurnar hafa innkallað 440 þúsund bíla í Danmörku meðal annars af gerðinni Accord og Civic vegna hugsanlegs hættulegs galla í loftpúðunum sem eiga að verja fólk í árekstrum.

Múhaha

Frakklandsmegin við jarðgöngin undir Ermarsund eru búðir ólöglegra innflytjenda sem beita öllum brögðum til þess að komast yfir sundið til Bretlands.

Borgað með bensínhákum

Bandaríkjaþing samþykkti á föstudag að bæta tveimur milljörðum dollara við í herferð til þess að losa bensínháka af götum landsins.

Palestínumenn út og gyðingar inn

Tvær palestinskar fjölskyldur voru reknar af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem í dag og gyðingafjölskyldum leyft að flytja í hús þeirra í staðinn.

Treystu á Guð frekar en lækna

Bandarískir foreldrar hafa verið fundin sek um að hafa treyst á Guð fremur en lækna, þegar ellefu ára dóttir þeirra misssti meðvitund.

Fimmhundruð skógareldar í Kanada

Yfir fimmhundruð skógareldar geisa nú í Kanada. Þeir eru einkum í Bresku Kólumbíu. Þar hafa verið miklir þurrkar og hiti undanfarnar vikur. Gordon Campbell ríkisstjóri segir að önnur eins eldhætta hafi ekki vofað yfir í manna minnum. Skógar og graslendi sé svo þurrt að eldar kvikni af minnsta tilefni. Slökkviliðsmenn berjast dag og nótt við eldana sem þegar geisa.

Skotárás á samkynhneigða í Tel Aviv

Kona og karlmaður eru látin og átta til viðbótar sárir eftir skotárás á næturklúbbi fyrir samkynhneigða í Ísraelsku borginni Tel Aviv.

Kínverskir tölvuhakkarar andsnúnir heimildarmynd

Kínverskir tölvuhakkarar rústuðu í dag miðasölukerfi á stærstu kvikmyndahátíð sem haldin er í Ástralíu. Ástæðan er sú að á hátíðinni verður sýnd heimildarmynd um útlægan leiðtoga Ígúra í Kína.

Þokkalegar svínaflensufréttir

Að Bandaríkjunum frátöldum hafa fleiri dáið úr svínaflensu í Argentínu en í nokkru öðru landi. Dauðsföllin eru samt færri en verða í árlegum venjulegum flensufaröldrum.

Frelsishetja látin á Filipseyjum

Corazon Aquino fyrrverandi forseti Philipseyja er látin. Hún er dýrkuð sem þjóðhetja fyrir að koma á lýðræði í landinu.

Viðbúnaður vegna árása ETA

Mikill viðbúnaður er á Spáni vegna hálfrar aldar afmælis ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska. Tvær sprengjuárásir í vikunni hafa minnt þjóðina illilega á harðsvíraða baráttu hreyfingarinnar undanfarna áratugi.

Mikill olíuleki við suðurströnd Noregs

Verulegt magn af olíu hefur lekið úr kínverska flutningaskipinu Full City, sem strandaði við suðurströnd Noregs snemma í fyrrinótt. Síðar um nóttina sökk norskt flutningaskip við suðvesturströnd Svíþjóðar og er sex manna úr áhöfn þess saknað.

Sjá næstu 50 fréttir