Erlent

21 látinn í sprengingu í Afganistan

Anders Fogh Rasmussen er nú staddur í Afganistan.
Anders Fogh Rasmussen er nú staddur í Afganistan.

Spengja sem sprakk í vegarkanti í suðurhluta Afganistans í morgun varð að minnsta kosti 21 óbreyttum borgara að bana. Flutningabíll sem var að flytja farþega lenti í sprengingunni að sögn afganskra yfirvalda. Sex slösuðust í árásinni.

Árásin var gerð í Helmand héraði þar sem að undanförnu hafa geisað harðir bardagar á milli bandarískra landgönguliða og Talíbana. Anders Fogh Rassmussen nýkjörinn framkvæmdastjóri NATO er staddur í landinu um þessar mundir og í gær hitti hann forseta landsins Hamid Karzaí sem sækist eftir endurkjöri í komandi kosningum.

Talíbanar hafa lýst því yfir að þeir muni gera sitt ýtrasta til þess að spilla kosningunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×