Erlent

Í eftirlitsferð við Bandaríkin

Rússar hafa staðfest að tveir kafbátar, sem sáust út af austurströnd Bandaríkjanna, hafi verið rússneskir.

Anatolí Novogitsín, yfirmaður í rússneska hern­um, segir kafbátana hafa verið í fullkomlega lögmætum erindagjörðum. Þeir hafi dögum saman verið á eftirlitsferð á alþjóðlegu hafsvæði, en ferðin sé farin í þjálfunarskyni.

Bandarísk stjórnvöld segjast ekkert hafa við ferðir kafbátanna að athuga, þótt þær minni óneitanlega á kalda stríðið. Ferðir þeirra hafi ekki vakið neinar áhyggjur. Svo lengi sem þeir séu á alþjóðlegu hafsvæði og hagi sér skynsamlega sé þeim velkomið að vera við strendur landsins. Bandaríkjamenn geri slíkt hið sama um allan heim.

Mörg ár eru frá því að Rússar komu síðast nálægt ströndum Bandaríkjanna með þessum hætti. - gb/þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×